stressið læðist aftan að manni á nóttunni

Mig dreymir lögregluþjóna eða börn lögregluþjóna sem valda mér vandræðum, spítala með til heyrandi ógeði, ég kem mér í flóknar aðstæður þar sem ég þarf að hafa ofan af fyrir hóp af ókunnugum börnum, kenna unglingum að stökkva fram af kletti út í úfinn sjó og fleira skemmtilegt. Ég vakna oft um kl. 4 og stundum tekur það mig rúma klukkustund að sofna aftur.

Stressið hefur þó aðeins lagast eftir að ég færði skólabækurnar af náttborðinu og nú úða ég í mig reyfara eftir Ævar Örn Jósepsson sem ég var vitanlega búin að lesa fyrir löngu en virkar alveg jafnvel í 2. lestri, Sá yðar sem syndlaus er.
Ég er dauðhrædd um að vera að taka of stórt upp í mig í náminu, en ég þori samt ekki að bakka með neitt.

Í dag hló ég áreiðanlega í 5 mínútur alein á bekk í garðinum að tilhugsuninni um eina fyndnustu athugasemd sem ég hef á ævinni séð. Einhver talaði um að hann tæki hattinn af Herði fyrir allt það góða starf sem hann hefur unnið.

Lifið í friði.

4 Responses to “stressið læðist aftan að manni á nóttunni”


 1. 1 Harpa J 29 Jan, 2009 kl. 11:53 e.h.

  Úff – það getur ekki verið skemmtilegt að vakna svona!
  En brandarinn er góður.

 2. 2 hildigunnur 30 Jan, 2009 kl. 12:09 f.h.

  átti Hörður flottan hatt…?

 3. 3 ella 30 Jan, 2009 kl. 1:14 f.h.

  Ekki lengur sem sé.

 4. 4 parisardaman 30 Jan, 2009 kl. 10:37 f.h.

  Ég vona bara að ekki verði rifið af honum hárið næst í virðingarskyni.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: