Sarpur fyrir febrúar, 2009

draumahús

img_6112

Þetta hús er reyndar ekki til sölu, eftir því sem ég best veit. Þetta er íbúðarhúsið á sveitabæ sem stundar lífræna ræktun í Risles-dalnum, örskammt frá þar sem við vorum. Ég fékk ekki tækifæri til að heimsækja þau í þetta skiptið en myndin er tekin þegar við komum til þeirra í sumar og fengum skemmtilega fræðslu um lífrænan búskap í bland við sögu Normandí og lifnaðarhætti þar fyrr á tímum.

Ég held að eitt af því sannasta sem kom út úr samtölum okkar vinkvennanna í þessari ferð sé að við erum báðar afskaplega sannfærðar um að gott sé að búa í Frakklandi og mjög sáttar við þá „heppni“ að við séum hér (en ekki þar).

Lifið í friði.

aftur

Komin heim. Skógargöngur, púsl og mömmuverk (sussa og bía, elda og baða, skakka og lappa upp á). Indælt. Mig langar svo mikið að eiga hús í Normandí að mig verkjar.

Leita að fjársterkum aðila sem væri til í að fjármagna (gervi?)hamingju smáborgarakellingar í úthverfi Parísar. Áhugasamir sendi svar á ritstjórn merkt HN-1900.

Ég er hins vegar ekki búin að komast að neinni niðurstöðu með kosningarnar, býst fastlega við að ég taki þátt í því að reyna að kollsteypa flokkakerfinu og finnst í raun algerlega ótrúlegt að sjá ekki merki þess að nokkur af flokkadýrunum hafi ákveðið að færa sig yfir í grasrótina. Skjátlast mér?

Lifið í friði.

í sveitinni

ætla ég að hugsa vel og vandlega um þetta.

Mér finnst mjög spennandi tilhugsun að hrista dálítið upp í flokkakerfinu. En það er alltaf áhætta að kjósa „lítið framboð“.
Þetta þarf að hugsa og melta og hugsa og melta aðeins meira.

Lifið í friði.

Lokað

Í viku.

Lifið í friði.

meira þýðingavandamál

Nú er það ekki grískan heldur bara notkunin á M. þessi og M. hinn í textanum. Á ég að skrifa Herra þessi og Herra hinn, eða bara sleppa því eins og ruddalega íslenskan gerir oftast?

Lifið í friði.

brak og brestir

Það brakar í hausnum á mér við síðustu yfirferð á þýðingunni. Nú verður allt að verða fullkomið og fullkomnunin er ekki til. Og svo er ég um leið að gera einhvers konar skýringar og mér finnst erfitt að vita hvað þarfnast skýringar og hvað er augljóst.
Það brakar í hausnum á mér, en ég hugga mig við að á morgun flý ég út úr bænum í nokkra daga. Skógarferðir, vöfflubakstur og lebenlíf.
Með dassi af ritgerðar/erindissmíð sem ætti að ganga vel eftir alla yfirleguna yfir textanum í vikunni.
Mér líður samt dálítið illa gagnvart náminu, örlítið vandamál sem bagar mig líklega meir en þörf krefur. Því bið ég ykkur um að halda fyrir mig kertavöku einhvern tímann um helgina. Ég er viss um að það muni stilla slæmu straumana sem umlykja mig núna.

Lifið í friði.

Meiri fegurð

Þetta lag get ég ekki sungið ógrátandi. Hann syngur um tré í borginni, fast milli steypu og tjörulags, ræturnar fangelsaðar með grindum, með söngva í laufi sínu, veit af bræðrum sínum sem mynduðu félag í skógi, og eftir að það lætur lífið fyrir bílastæði biður hann þig um að gera vegatálma úr stofninum og bál úr greinunum.

Lifið í friði.

ég get ekki á mér setið

Knús á þig inn í daginn.

Ég bara varð að prófa að skrifa þetta og birta. Sleppi þó hjörtunum sem koma í röðum á eftir.

Lifið í friði.

örlítið af fegurð

Og örlítið af fegurð:

Lifið í friði.

réttlætið sigrar

Ég er nú dálítið mikið montin akkúrat núna.

Lifið í friði.


Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha