Þetta hús er reyndar ekki til sölu, eftir því sem ég best veit. Þetta er íbúðarhúsið á sveitabæ sem stundar lífræna ræktun í Risles-dalnum, örskammt frá þar sem við vorum. Ég fékk ekki tækifæri til að heimsækja þau í þetta skiptið en myndin er tekin þegar við komum til þeirra í sumar og fengum skemmtilega fræðslu um lífrænan búskap í bland við sögu Normandí og lifnaðarhætti þar fyrr á tímum.
Ég held að eitt af því sannasta sem kom út úr samtölum okkar vinkvennanna í þessari ferð sé að við erum báðar afskaplega sannfærðar um að gott sé að búa í Frakklandi og mjög sáttar við þá „heppni“ að við séum hér (en ekki þar).
Lifið í friði.
Nýlegar athugasemdir