brak og brestir

Það brakar í hausnum á mér við síðustu yfirferð á þýðingunni. Nú verður allt að verða fullkomið og fullkomnunin er ekki til. Og svo er ég um leið að gera einhvers konar skýringar og mér finnst erfitt að vita hvað þarfnast skýringar og hvað er augljóst.
Það brakar í hausnum á mér, en ég hugga mig við að á morgun flý ég út úr bænum í nokkra daga. Skógarferðir, vöfflubakstur og lebenlíf.
Með dassi af ritgerðar/erindissmíð sem ætti að ganga vel eftir alla yfirleguna yfir textanum í vikunni.
Mér líður samt dálítið illa gagnvart náminu, örlítið vandamál sem bagar mig líklega meir en þörf krefur. Því bið ég ykkur um að halda fyrir mig kertavöku einhvern tímann um helgina. Ég er viss um að það muni stilla slæmu straumana sem umlykja mig núna.

Lifið í friði.

9 Responses to “brak og brestir”


 1. 1 HT 20 Feb, 2009 kl. 1:42 e.h.

  Knús inn í helgina alveg og samhygliskerti í gluggann í kvöld

  :o)

 2. 2 hildigunnur 20 Feb, 2009 kl. 2:01 e.h.

  Kveiki á kertum bara núna samstundis. Knús hérna megin frá líka.

 3. 3 parisardaman 20 Feb, 2009 kl. 2:24 e.h.

  þið eruð ljós í lífi mínu

 4. 4 Harpa J 20 Feb, 2009 kl. 3:48 e.h.

  Alveg sjálfsagt mál. Bara að nefna það.

 5. 5 ella 20 Feb, 2009 kl. 3:49 e.h.

  En hún Karólína spákona í Djöflaeyjunni fullyrti að kerti væru uppfinning andskotans, er hugsanlegt að hún hafi ekki farið alveg rétt með??

 6. 6 parisardaman 20 Feb, 2009 kl. 4:29 e.h.

  Var hún ekki alltaf full? Fullt fólk bullar dálítið, eins og þú getur séð af næturbloggum nokkurra frægra íslenskra besservissera (sem þiggja einhverjir þingmannalaun).

 7. 7 baun 20 Feb, 2009 kl. 4:34 e.h.

  í staðinn fyrir að kveikja á sjónvarpinu mun ég kveikja á kerti og hugsa til þín.

  í staðinn fyrir að kveikja á perunni mun ég kveikja á kerti og hugsa til þín.

  í staðinn fyrir að kveikja í húsinu mun ég kveikja á kerti og hugsa til þín.

  góða ferð, góða ferð, góða ferð.

 8. 8 ella 20 Feb, 2009 kl. 5:01 e.h.

  Henni var jafn djöfullega illa við brennivínið eins og kertin en reyndar átti hún sér ákveðna fyrirmynd í raunheimum og þegar sú var á barnsaldri var brennt ofan af fjölskyldunni hreysið í Nauthólsvíkinni. Það kann að hafa spilað inn í.

 9. 9 parisardaman 20 Feb, 2009 kl. 6:47 e.h.

  Aha, það er rétt, hún var ekkert full, bara skemmtilega gaga. Þið hin, hafið þakkir mínar. Ég skal hugsa til ykkar í hvert skipti sem ég fíra upp í grillinu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: