draumahús

img_6112

Þetta hús er reyndar ekki til sölu, eftir því sem ég best veit. Þetta er íbúðarhúsið á sveitabæ sem stundar lífræna ræktun í Risles-dalnum, örskammt frá þar sem við vorum. Ég fékk ekki tækifæri til að heimsækja þau í þetta skiptið en myndin er tekin þegar við komum til þeirra í sumar og fengum skemmtilega fræðslu um lífrænan búskap í bland við sögu Normandí og lifnaðarhætti þar fyrr á tímum.

Ég held að eitt af því sannasta sem kom út úr samtölum okkar vinkvennanna í þessari ferð sé að við erum báðar afskaplega sannfærðar um að gott sé að búa í Frakklandi og mjög sáttar við þá „heppni“ að við séum hér (en ekki þar).

Lifið í friði.

7 Responses to “draumahús”


 1. 1 HT 28 Feb, 2009 kl. 3:42 e.h.

  Þetta virðist vera einkar fallegur staður.
  Reyndar fáránlega danskt hús sýnist mér.
  Eitthvað að stefna að?

 2. 2 parisardaman 28 Feb, 2009 kl. 3:53 e.h.

  Svona hálmþök eru víða í Evrópu en einkum í Normandí og í Brière á Brittaníuskaganum.
  Ég veit ekki hvort ég stefni á að eignast hús í sveit eða ekki. Mig dreymir um það, en sumir draumar eru ágætir sem slíkir án þess að rætast. Ég hef mikla aðlögunarhæfni og finnst voðalega gott að koma mér fyrir í leiguhúsnæði yfir helgi eða viku.
  Svo finnst mér líka svo gaman og gott að sofa í tjaldi. Líklega er það bara rugl að láta sig dreyma um að EIGA hús.

 3. 3 parisardaman 28 Feb, 2009 kl. 3:55 e.h.

  þetta átti að byrja öðruvísi, sem sagt í Frakklandi eru þau einkum á þessum tveimur svæðum. Svo eru þau dreifð um Evrópu og ég man einmitt eftir slatta af þeim í Danmörku. Hálmþök eru btw snilldar verkfræðileg lausn á rigningarsvæðum (sem gildir einmitt um Normandie og Brière).

 4. 4 HT 28 Feb, 2009 kl. 4:00 e.h.

  Mér var sagt í Danmörk að þar væri nánast útdauð þekking að gera svona þök…

 5. 5 parisardaman 28 Feb, 2009 kl. 4:42 e.h.

  Já, ég er ekki hissa á því, ég veit ekki hvernig ástandið er hér, en nóg er af þessum þökum og virðast þau í hinu fínasta ástandi. Einnig var mjög vel gert við þessi þök í litla platsveitaþorpinu hennar Maríu Antóníu í Versölum, svo eitthvað er um handverksmenn sem kunna þetta.

 6. 6 hildigunnur 28 Feb, 2009 kl. 7:34 e.h.

  Við sáum svona tækker við vinnu sína á Jótlandi fyrir einum 17 árum. Það var ekki smá flott.

 7. 7 parisardaman 28 Feb, 2009 kl. 9:11 e.h.

  Það er alveg rosalega gaman að horfa á góða handverksmenn að störfum. Helst með hvítvín í glasi, he he…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: