kaffisamsæti II

Kaffisamsæti á mánudagskvöldið. Hvernig líst liðinu á það? Viljið þið frekar blogghittingskveðjubla síðar í vikunni?

Arngrímur segir að kaffið sé dýrt á Hljómalind. Er einhvers staðar ódýrt kaffi í Reykjavík? Án hávaða? Helst.

Látið nú í ykkur heyra lömbin mín. Hjörtun mín. Kúkrassarnir mínir. Ég er greinilega undir áhrifum pælinga um gælunöfn sem eiga sér stað á snjáldrinu einmitt núna. Sem ég reyndar tók ekki þátt í vegna leti.

Nú er það Fúkki.

Lifið í friði.

14 Responses to “kaffisamsæti II”


 1. 1 Arngrímur 26 Mar, 2009 kl. 3:06 e.h.

  Babalú á Skólavörðustígnum var alltaf fínn staður, hef raunar ekki komið þangað lengi. Kaffið ræðst á mann innvortis, sem er ágætt, og kostar ekki meira en víðasthvar.

 2. 2 vælan 26 Mar, 2009 kl. 3:29 e.h.

  á Silla og Valda kostar allt kaffi 320, sama hvort maður er að fá sér latte, cappucino eða annað, sama hvort það er einfalt eða tvöfalt osfrv..

  svo er dásamlegt kaffi á 10 dropum! kannski ekkert mikið ódýrara en annars staðar en það er bara svo gott!

 3. 3 Gummi 26 Mar, 2009 kl. 4:00 e.h.

  Er 10 dropar nokkuð opið á kvöldin? Annars datt mér í hug nýi staðurinn þarna þar sem Yggdrasill var einu sinni. Nema hann sé líka lokaður á kvöldin.

 4. 4 hildigunnur 26 Mar, 2009 kl. 5:46 e.h.

  Ég kemst á mánudag, vííí, kóræfing frestast nefnilega fram á þriðjudagskvöld. Tíu dropar er bara opið til sex, muu, þar sem þar er eitt þriggja bestu heitu súkkulað-a í bænum. Sama gildir um Kaffi Loka. Babalú er hins vegar opið til ellefu og er voða huggulegt og 101 hippalegt. Ég man ómögulega hvað káratorgsstaðurinn heitir og nenni ekki að hlaupa út á horn og gá 😉

 5. 5 hildigunnur 26 Mar, 2009 kl. 5:47 e.h.

  víí og muu í sömu athugasemd, voða var þetta eitthvað flatt…

 6. 6 hildigunnur 26 Mar, 2009 kl. 5:52 e.h.

  nei, Kaffismiðja Íslands heitir það og er bara með opið til fimm…

 7. 7 parisardaman 26 Mar, 2009 kl. 6:26 e.h.

  Ókei, mér líst vel á hippalegan 101 stað, enda vanda ég mig við að vera hippi. Segjum það, allir sem vilja og geta, mæti á Babalú á mánudag. Ég verð þar. Hress og kát með tippalengingasögu ársins (þetta er auglýsingatrikk, bara svo þið vitið það).

 8. 8 ghrafn 26 Mar, 2009 kl. 6:44 e.h.

  Ég þarf enga typpalenginu, en síðast þegar ég vissi hét staðurinn Balúba. Ég gæti haft rangt fyrir mér. Ekki með typpalenginguna þó.

 9. 9 baun 26 Mar, 2009 kl. 7:41 e.h.

  ég mæti, ef ég sé í stuði með guði.

 10. 10 einar jónsson 26 Mar, 2009 kl. 8:16 e.h.

  Eru bloggarar á eftirlaunum gjaldgengir á svona samkomur?

 11. 11 anna 26 Mar, 2009 kl. 8:44 e.h.

  Klukkan hvað á mánudagskvöld?

 12. 12 hildigunnur 26 Mar, 2009 kl. 10:31 e.h.

  Gunnar Hrafn já þú hefur rangt fyrir þér. Þessi staður hefur alltaf heitið Babalú.

  Ég get komið upp úr átta.

 13. 13 ella 27 Mar, 2009 kl. 8:38 f.h.

  Nú verð ég að fara að fá að vita deili á Fúkka???? Það verður bara að hafa það þó ég komi þar með upp um fávisku mína.

 14. 14 parisardaman 27 Mar, 2009 kl. 12:28 e.h.

  Klukkan átta. Einar þú ert vitanlega guðvelkominn.
  Ella: Fúkki er ágætis gælunafn á hinum ofurgáfaða (eða loddaranum) Michel Foucault. Sem hefur verið töluvert þýddur á íslensku og er ég að rýna í eina af þeim þýðingum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: