Sarpur fyrir apríl, 2009

Vinnan, Evrópa og Konur

Enn sannast að lítið er að marka veðurspá í París. Sól og blíða. 17 stig. Aðeins of kalt enn fyrir minn smekk, ekki sandalafært.
Vinna í dag, vinna á morgun og vinna hinn. Þetta er ekkert smá hressandi fyrir sjálfstraustið þó ég sé skjálfandi á beinunum af stressi.

Svo stunda ég maraþonlestur um málfræði þegar tækifæri gefst.

Á kvöldin les ég svo Konur áður en ég dett út af. Það er nú meiri undarlega bókin. Ég er hrifin af þessari hugmynd, en næ ekki tilganginum með refsingunum, þ.e. að þær þurfi að vera svona svaðalega kynferðislegar. En kannski skýrist það þó ég sé strax farin að hafa það á tilfinningunni að ekkert muni skýrast og allir drepist í lokin.

Ferlega er ég orðin þreytt á pólitík. En það eru nokkrar góðar útlistanir á Evrópubandalags“umræðunni“ á netinu núna. Ein tesa, ein antítesa og svo þessi ágæta syntesa. Alveg eins og Frakkarnir og ég fílum best. Og allar greinarnar lýsa því hvernig mér líður, stundum eitt, stundum hitt, stundum allt í bland.

Lifið í friði.

secret virkar ekki

Nú hef ég síkretað flatan maga í fimm vikur. Virkar ekki.

Lifið í friði.

furðulegt

Ég kíki stundum á hvað margir koma inn á síðuna, eftir að Hildigunnur benti mér á þann möguleika á wordpress. Mér brá töluvert í morgun að sjá að heimsóknirnar fóru yfir 900 í gær. Efst á tilvísunarskránni er eyjan.is, þaðan komu rúmlega 550 inn á síðuna mína. Hvernig í ósköpunum stendur á því?

Í dag er það bókasafnið. Lestur og stílabók, engin tölva. Mér finnst það nógu skrítin tilhugsun til að geta ímyndað mér að ofan á allar aðrar fíknir mínar, sé ég líka tölvufíkill.

Lifið í friði.

vinna

Ég er með vinnu þrjá daga í þessari viku. Það verða fyrstu vinnudagar ársins 2009.

Lifið í friði.

word

Word er alltaf að frjósa hjá mér. Þetta byrjaði þegar maðurinn minn opnaði mjög þungt skjal frá vinkonu okkar sem hann fór yfir og leiðrétti. Word frýs og tölvan byrjar að hamast. Það eina sem ég get gert er að þvinga Word burt (force to quit). Þetta hefur líklega tekið um hálftíma, þrjú korter af vinnu minni í dag. Einhver ráð?
Ég verð að hafa Office, út af þýðingavinnunni. Ég verð að vinna verkefnin í Word, svo kennarar geti lesið þau, er annars nokkuð hægt að setja neðanmálsgreinar í TextEdit?

Lifið í friði.

Brjóstsviði

Ég var að reyna að útskýra fyrir franskri blaðakonu hvers vegna þjóðin rauk ekki út á götu að fagna á laugardagsnóttina. Ég veit ekki með ykkur hin, en ég er frosin.
Mér líður eins og við eigum að gleðjast, það er a.m.k. ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki völdin lengur. En hvaða fólk hefur völdin? Hverjum er hægt að treysta? Ég man ekki hvar ég las það í gær, en mér líður nákvæmlega þannig. Ég er eins og brennd eftir erfið sambandsslit. Mig langar ekki í nýja ríkisstjórn. Finnst ég ekki þurfa á slíku að halda. Mig langar bara að fá að vera í friði.
Ég slengdi því m.a.s. fram í bréfinu til blaðakonunnar að líklega væri stór hluti íslensku þjóðarinnar orðinn hálfanarkískur djúpt í iðrum sér. Að líklega væri hægt að vinna eitthvað upp úr því einmitt núna, vekja anarkistahugsjónina sem ég trúi að blundi reyndar djúpt í öllum sálum, sé hluti af uppruna okkar, enda valdakerfið tilbúningur sem við kunnum alveg að lifa án „í gamla daga“. Eldgamla daga.
En ég skrifaði líka að þetta myndi að öllum líkindum dofna og jafnvel fjara út. Við myndum jafna okkur og samþykkja að halda áfram að lifa við þetta kerfi, enda allt of erfitt að hugsa út fyrir kassann, að trúa því að anarkí geti verið lausnin. Við erum allt of sannfærð um að eðli mannsins geri samvinnu og gagnkvæma virðingu óhugsandi. Sorglegt? Samt svo satt.
Þetta sökkar. Sökkar feitt. Allt saman. Og það eina sem stendur eftir sem óhagganleg staðreynd er að við erum föst í gini ljónsins, úlfsins. Á kafi í skítnum. Steytt á skeri. Sökkvandi skip. Drukknandi þjóð. HFF!

Ég kaus VG. Ég hikaði milli S, V og O. Ég valdi að leggja mína mestu áherslu á grænt og frið. Ég veit ekki hvað mér finnst um Evrópu, enda fjallar sá málaflokkur bara um peninga og ég hef svo lítinn áhuga á fjármálum. Það er samt varla hægt að segja þetta sem Íslendingur í dag. Fjármálin eru okkur svo hrottalega viðkomandi öllum, að það er fáránlegt að reyna að segja að maður hafi ekki áhuga. En. Samt. Í hjarta mínu er stærra hólf fyrir grænt og frið. Minna hólf fyrir efnahagslega afkomu þjóðarinnar. Skjótið mig ef þið viljið.
Ég kaus VG. Ég er sátt við þá ákvörðun mína upp að vissu marki. Ég er ósátt við kerfið. Ég þrái hrun valdakerfisins, en ég hafði ekki hugrekki til að éta atkvæði mitt eins og einhverjir gerðu. Mér fannst ég verða að taka þátt, láta atkvæðið mitt lenda einhvers staðar. En, eins og einhver annar sagði, mér fannst kosningadagurinn ekki vera hátíðisdagur. Mér fannst ekkert lýðræðislegt við þessar kosningar. Ég get ekki útskýrt það nánar, en ég er með brjóstsviða.

Viðbót: Hér las ég líkingu um sambandsslit.
Lifið í friði.

Að vakna

og sjá að maður gerði stafsetningarvillu í fyrirsögn kvöldið áður er áfall. Mikið áfall fyrir konu sem þykist vera í Meistaranámi sem inniheldur m.a. íslenskunámskeið.
Nú verð ég að hengja mig í það sem einhver benti mér einhvern tímann á: Að kunna vel, bæði munn- og skriflega, tvö sérlega erfið tungumál, er þrekvirki. Ég er þrekvirk. Ég var þreytt og gerði eðlileg mistök í samræmi við það.
En ég axla alla ábyrgð og bið lesendur mína afsökunar.

Lifið í friði.

himinninn

yfir París er fallegur í kvöld.

Lifið í friði.

ranimosk

Flott hjá Maríu og Braga!

Lifið í friði.

veður farið

Spáð rigningu um helgina. Mér finnst það glatað. Of margt glatað þessa dagana. Mig langar í hvítvín.

Lifið í friði.


Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha