fit

eftir grúsk yfir Balzac tók ég upp prjónana og dokkuna sem lágu hérna til að ég myndi eftir að biðja gestinn sem kemur við í kvöld um aðstoð, og allt í einu gat ég bara fitjað upp. Ég veit ekki hvað ég er að gera öðruvísi en í gær, en núna virkar þetta, það myndast lykkjur með tilheyrandi festingum. Ég vildi að aðrir hlutir í lífinu væru svona innbyggðir í mann (eftir áralanga setu með tungu út á kinn undir styrkri og strangri handleiðslu ömmunnar).

Lifið í friði.

5 Responses to “fit”


 1. 1 Valur fv/Hjólakappi. 9 Apr, 2009 kl. 4:38 e.h.

  Er þetta ekki líkt og með reiðhjólið …að sama hversu langt er síðan maður hjólaði síðast,að þá rifjast það ósjálfrátt upp er við stígum á bak .. og við virðumst engu hafa gleymt þar.

 2. 2 baun 9 Apr, 2009 kl. 9:01 e.h.

  vissi að þú gætir það.

 3. 3 Harpa J 10 Apr, 2009 kl. 12:03 f.h.

  Gratulerar!
  Svo lætur þú mig bara vita ef þú strandar, ég get bent þér á ótal myndbönd og allskonar leiðbeiningar ef þú þarft.

 4. 4 parisardaman 10 Apr, 2009 kl. 7:11 f.h.

  Jú, þetta er eins og reiðhjólið. Nú þarf ég að reyna að muna hvernig á að prjóna bruðgið. Ótrúlega fyndið, en ég man það ekki heldur. En það kemur. Garðaprjónn þangað til. Nema Harpa hafi einhverjar ábendingar?

 5. 5 gaa 10 Apr, 2009 kl. 3:25 e.h.

  … er ekki lífið undursamlegt? maður gtekur upp heklunál eftir 25 ár og heklar húfu og trefil á tveimur kvöldum? ….. m.a.s. ég – og þá er nú langt jafnað …


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: