Hústaka

Ég styð hústökur eins og þá sem á sér stað á Vatnsstíg 4 í Reykjavík þessa dagana. Úthugsuð aðgerð og vandlega valið hús sem er vanhirt og til stendur að rífa til að byggja verslunarhúsnæði. Mér finnst einhvern veginn eins og Reykjavík þurfi ekki fleiri slík núna. Til að standa síðan tóm?

Lifið í friði.

9 Responses to “Hústaka”


 1. 1 einar jónsson 14 Apr, 2009 kl. 11:37 e.h.

  Núna er kominn tími til að mótmæla þeim verktökum sem bera ábyrgð á niðurníðslu miðbæjarins og eyðileggingu.

 2. 2 hildigunnur 14 Apr, 2009 kl. 11:42 e.h.

  já og glætan líka að það sé einhver að fara að byggja verslunarhúsnæði núna! En væntanlega er eigandinn hræddur við að hústökufólkið eignist hefðarrétt ef þeim er leyft að vera áfram.

 3. 3 Harpa J 14 Apr, 2009 kl. 11:46 e.h.

  Það er alveg rétt Einar. Og það er nóg af lausu verslunarplássi nú um stundir, það er víst ábyggilegt.

 4. 4 Líba 15 Apr, 2009 kl. 3:04 e.h.

  Obb obb obb

  mér finnst þetta nú ekki alveg svona einfalt. Hver á að ákveða hver má taka hvaða hús og hvenær? Kannski er allt í lagi að þetta fólk taki þetta hús vegna þess að þessi maður á það … en ég er ekki viss um að okkur sé sama um hvaða hús sem er í höndunum á hverjum sem er … eða hvað?

 5. 5 Nafnlaust 15 Apr, 2009 kl. 10:45 e.h.

  Ég á sumarbústað. Besta að athuga hvort hann sé setinn.

 6. 6 Glúmur 15 Apr, 2009 kl. 10:51 e.h.

  Alltaf erum við Íslendingar áratugum á eftir útlandinu –
  í allri tísku nema spillingu.
  Hústökur voru 1968 tíska.
  Annars á ég sumarbústað.
  Best að fara og athuga hvort gestir séu komnir.

 7. 7 ella 16 Apr, 2009 kl. 12:00 f.h.

  Vandmeðfarið. Een, öll sóun er synd. Mér fyndist að krakkarnir ættu að fá að leigja þetta fyrir til dæmis fimmkall á mánuði og taka þar með á sig skatta og skyldur?? Kann ekki nógu vel á kerfið.

 8. 8 Hlédís 16 Apr, 2009 kl. 9:31 e.h.

  Halló!
  Það var búið að fylgjast með grotnunarferli þessa húss í rúm 2 ár OG búið að spyrja fallega hvort þar mætti reka miðstöð – með einhverjum greiðslum og þá auðvitað undir eftirliti. Hústökulög er einmitt sett til að halda lífi í borgarhlutum er húsabraskarar geta annars drepið með þeim aðferðum sem beitt er nú í miðbæ Reykjavíkur. Lítið,t d, á nýlegt Mogga-blogg Ólínu Þorvarðardóttur þar sem hún fjallar um Vatnstígsmálið og nýlegt hótunarbréf til hreindýrs-fóstru!

 9. 9 Hlédís 16 Apr, 2009 kl. 9:34 e.h.

  Litli Prins!

  Kossar og kveðjur til þín og þinna.

  xxx-H


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: