hús-taka tvö

Ég tel mig ekki þurfa að fara í rökræður við nokkurn mann út af yfirlýsingu minni varðandi hústökuna. Mér finnst það alltaf jafnfyndið þegar fólk byrjar að tala um eigin íbúðir eða sumarbústaði í sömu andránni. Það að taka tómt húsnæði sem verið er að vanvirða með því að láta það grotna niður, eingöngu í hagsmunaskyni eigenda, er engan veginn, engan veginn, engan veginn sambærilegt við það að ryðjast inn á heimili eða sumarbústaði þar sem fólk nýtur friðhelgi.
Ég nenni ekki að ræða þetta frekar, en ég vildi samt koma því á framfæri að ég styð svona aðgerðir. Ég styð í raun allar aðgerðir gegn þessu glæpahyski sem hefur komið þjóðarbúinu á heljarþröm. Mér er skítsama hvað ykkur hinum finnst, þið megið vera ósammála mér og megið alveg láta þá skoðun í ljós. Það breytir minni skoðun ekki, enda er ég búin að stúdera þetta þó nokkuð, fylgjast með hústökum í Frakklandi og víðar og veit að þetta er allt annað en einhver vanhugsaður ruðningur yfir á annarra yfirráðasvæði. Ef þið nennið ekki að pæla í þessu, þá er það ykkar mál, það er þó alltaf virðingarvert þegar fólk hefur í það minnsta vit á að segja bara „þetta er flókið mál“ í staðinn fyrir að koma með yfirlýsingar úr takti við raunveruleikann. Skoðanaleysi er betra en fordómar, það er ekkert að því að viðurkenna að maður hafi ekki vit á öllum hlutum. Ef ykkur langar hins vegar að fræðast meira um þetta, getið þið gúgglað squats, artist squats og ýmsu fleiru sem ykkur dettur í hug. Það ætti að leiða ykkur inn á ýmsar skemmtilegar síður sem útskýra málstaðinn. Þið getið líka heimsótt t.d. Evu, hún er alltaf jafnþolinmóð í að koma með rök gegn þeim sem velja frekar þá leið að fordæma en að prófa að skilja.
Þið getið líka sagt að nú sé ég með fordóma gagnvart siðspilltu fjárglæframönnunum. Já, ég skal alveg viðurkenna það. Ég trúi því staðfastlega að þeir eigi að stíga fram og axla ábyrgð og ég mun meira að segja vera tilbúin til að fyrirgefa þeim kjánaganginn, ef þeir iðrast og vilja gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta fyrir skaðann sem þeir hafa unnið. En meðan þeir halda áfram að viðhalda spillingunni og gróðafíkninni get ég ekki annað en fyrirlitið þá.

Lifið í friði.

3 Responses to “hús-taka tvö”


  1. 1 Glúmur 21 Apr, 2009 kl. 7:02 e.h.

    Bush tók hús á Saddam

  2. 2 parisardaman 21 Apr, 2009 kl. 8:07 e.h.

    Ekki heldur á sambærilegan hátt við það sem fólkið gerði á Vatnsstíg.

  3. 3 Ármann 22 Apr, 2009 kl. 11:23 e.h.

    Ég lít á braskarana sem kaupa hús í miðbænum til þess að láta þau grotna niður árum saman (svo að þeir geti rifið þau) sem hina eiginlegu hústökumenn.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: