Í dag fór ég yfir helminginn af þýðingu minni á þessum 3000 orðum af Balzac. Hann er ekkert lamb að leika sér við. Ein setning bögglast sérstaklega fyrir mér, maðurinn minn skilur hana ekki einu sinni og er hann nú víðlesinn og fær á franska tungu, með hana innbyggða og allt. Ég á að skila þessu á mánudag, mig langar að biðja einhvern að lesa yfir, en veit ekki hvern ég á að bögga.
Á leið minni á bókasafnið les ég málfræðiritgerð sem ég ætla svo að gera ritgerð um. Hún er ansi góð, en ég veit ekki enn hvað ég ætla að skrifa um. Reyndar á ég að lesa tvær greinar á ensku og aðra á íslensku með, svona til að fylla upp í viskuna áður en ég byrja að skrifa. Mér líst ekki illa á þetta, en vildi heldur hafa tvo mánuði en tvær vikur til að hespa þessu af.
Og svona til að kóróna gleðina á ég líka að skila 10 blaðsíðna ritgerð upp úr rýni minni á þýðingunni á Foucault á mánudag. Það verður fjör.

Ég get ekki unnið á kvöldin eftir heilan dag í heilabrotum. Í kvöld ákváðum við hjónin að horfa á Bottom sem vinir okkar lánuðu okkur með þeim orðum að okkur þætti þetta örugglega meiriháttar. Maðurinn minn var sofnaður eftir hálftíma og ég fór á netflakk. Þessir þættir eru einum of fyrir minn smekk. Alla vega meðan ég er í þessu ástandi að vera með þrjú flókin verkefni á prjónunum, plús náttúrulega ýkt flotta trefilinn sem ég er með á þessum líka fínu alvöru prjónum.

Það er svo heitt úti að ég er með alla glugga galopna og sit hér á stuttermabol. Að kafna. Sumarið er víst líka að koma til Íslands, á morgun. Er það ekki?

Ég átti að hringja í vinkonu mína, en eins og ég var búin að vara hana við, steingleymdi ég því þarna eftir mat, uppvask og hpblks (hátta, pissa, bursta, lesa, knúsa, sofa). Ég er frekar ömurleg vinkona þessa dagana og mín helsta samskiptaleið er í gegnum netmiðla (snjáldurskinna rúlar) og sms.

Ég er þreytt, svo þreytt að ég gæti sofnað hérna núna. Samt langar mig ekkert upp í rúm. Mig langar bara að hanga meira á netinu. Verst að bloggið er að lognast út af (snjáldurskinna sökkar).

Lifið í friði.

4 Responses to “”


 1. 1 baun 22 Apr, 2009 kl. 11:45 e.h.

  hér er bara skítaveður en það kemur stundum smálykt af vorinu.

 2. 2 ghrafn 22 Apr, 2009 kl. 11:47 e.h.

  Það er ekki til vont veður, bara vond föt, segja Norðmenn og bregða sér út. Ut på tur, aldri sur!

 3. 3 parisardaman 23 Apr, 2009 kl. 6:55 f.h.

  Gleðilegt sumar elsku Baun.

  Það skemmir óneitanlega fyrir Norðmönnum að sá eini sem ég hef kynnst þjáðist af heimshryggð mikilli og átti erfitt með að vinna á veitingahúsinu við Bastilluna út af blóðlyktinni og reiðinni sem hann fann fyrir þar. Ég fíla alla vega mjög vel þennan hugsunarhátt með fötin.

 4. 4 hildigunnur 23 Apr, 2009 kl. 2:09 e.h.

  Bloggið er ekkert að deyja, ég harðneita því!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: