fluga

Áðan lá ég hérna í sófanum með beraða fæturna í sólinni frá opnum glugganum. Kemur ekki þessi risastóra fluga suðandi. Ég er ekki að djóka, hún var á stærð við áðurnefnda leðurblöku, nema leðurblökur eru fíngerðar og fimar. Þetta var kolsvört hlussa. Hlussufluga. Á við a.m.k. fjóra til fimm væna geitunga. Ég hef séð svona áður, en aldrei horfst í augu við það fyrr. Ég hélt í alvörunni að þetta væri mitt síðasta, ég sá æsku mína þjóta hjá, unglingsárin, fyrstu árin í París… og þá fór hún. En ég held ég hafi náð að skilja eitt mikilvægt atriði við þessa upprifjun á lífinu. Það er mjög dýrmætt að eiga svona near-death-experience reglulega, hjálpar manni að setja hlutina í samhengi.

Lifið í friði.

4 Responses to “fluga”


 1. 1 ghrafn 23 Apr, 2009 kl. 8:00 e.h.

  Ég skil þig. Ég fann pseudoscorpionida í eldhúsinu um daginn og fríkaði næstum því út. Hann var kannski 2 mm að stærð.

 2. 2 parisardaman 23 Apr, 2009 kl. 10:05 e.h.

  Mikið var að einhver sýndi mér samúð og skilning. Líklega er þetta eitthvað sem þeir sem ekki hafa lent í, geta alls ekki skilið. I feel your pain.

 3. 3 Þóra Marteins 24 Apr, 2009 kl. 9:52 f.h.

  úff….ég hefði líklegast hlaupið út. Er skíthrædd við stórar flugur 😦

 4. 4 parisardaman 24 Apr, 2009 kl. 10:17 f.h.

  Ég hefði hlaupið ef ég hefði ekki verið lömuð. Ég er mjög hrædd við flugur.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: