secret virkar ekki

Nú hef ég síkretað flatan maga í fimm vikur. Virkar ekki.

Lifið í friði.

13 Responses to “secret virkar ekki”


 1. 1 Þórdís 28 Apr, 2009 kl. 9:29 f.h.

  Jú það virkar. Ég síkretaði spik,bólur og túrverki og það svínvirkaði.

 2. 2 parisardaman 28 Apr, 2009 kl. 9:31 f.h.

  Ég er greinilega bara ekki í nógu góðu sambandi við stofnfrumurnar eða eitthvað.

 3. 3 Linda Björk Jóhannsdóttir 28 Apr, 2009 kl. 12:41 e.h.

  Prófaðu að hugsa áður en þú sofnar: Hvað get ég gert til að fá flatan maga? Og svarið kemur í svefni: Borðað minna. My secret: En það er hundleiðinlegt líf svo njóttu bara þess sem þú borðar og fáðu þér minna af því í einu 🙂

 4. 4 ghrafn 28 Apr, 2009 kl. 12:52 e.h.

  Ég fæ allt. Þú ert bara ekki nógu einlæg í síkretinu þínu.

 5. 5 Harpa J 28 Apr, 2009 kl. 5:07 e.h.

  Og þú varst að uppgötva það núna?????

 6. 6 ella 29 Apr, 2009 kl. 10:41 f.h.

  Hmm. Ætli ég sé ein um að hafa ekki glóru um það hvað átt er við?

 7. 7 parisardaman 29 Apr, 2009 kl. 1:21 e.h.

  Ella mín, ég væri nú bara montin af því að vita ekki hvað The Secret er. Hélt sannast sagna að það væri ómögulegt. Eruð þið virkilega svona einangruð í sveitinni? Um hvað er þá talað á Þorrablótum? Bara nýjasta hrútamælingaritið?

 8. 8 Frú Sigurbjörg 29 Apr, 2009 kl. 8:49 e.h.

  Ég vældi í dag um lágdeyðuna sem þjáir mig og mér var sagt að „síkreta það bara“. Ég vissi bara engann veginn hvað átt var við og þegar búið var að útskýra það fyrir mér, prísaði ég mig sæla að hafa sloppið við umrætt leyndarmál.

 9. 9 parisardaman 29 Apr, 2009 kl. 8:52 e.h.

  Já, þú mátt það sannarlega.

 10. 10 Ævar Örn 29 Apr, 2009 kl. 10:25 e.h.

  Kristín þó – stofnfrumuRNAR? Þú átt við stofnfrumuNA, er það ekki? Maður á víst að vera góður við hana…

 11. 11 ella 30 Apr, 2009 kl. 1:21 f.h.

  Ok. Hér eftir er ég staðráðin í að reyna með öllum ráðum að komast hjá því að vita hvað er að síkreta.
  Uss hvað þú ert illa að þér, það er sko hrútaskráin sem er mál málanna! Þú getur örugglega fundið hana inni á bondi.is
  Mikið skelfing verður gott að komast heim í kunnuglega menningu bráðum.

 12. 12 parisardaman 30 Apr, 2009 kl. 6:47 f.h.

  Stofnfruma, stofnfrumur, hrútamælingarit, hrútaskrá… voðalega er fólk smámunasamt hérna. Þyrfti kannski að fara að draga athyglina frá þessari færslu með nýrri. Verst hvað ég er þurrausin og hugmyndasnauð eftir lestrarmaraþon um málfræði, mál og tungu, kunnáttu og beitingu, breytingar á kunnáttu, breytingar á tungumáli…

 13. 13 ella 30 Apr, 2009 kl. 10:08 f.h.

  Komum að mála tungur.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: