Vinnan, Evrópa og Konur

Enn sannast að lítið er að marka veðurspá í París. Sól og blíða. 17 stig. Aðeins of kalt enn fyrir minn smekk, ekki sandalafært.
Vinna í dag, vinna á morgun og vinna hinn. Þetta er ekkert smá hressandi fyrir sjálfstraustið þó ég sé skjálfandi á beinunum af stressi.

Svo stunda ég maraþonlestur um málfræði þegar tækifæri gefst.

Á kvöldin les ég svo Konur áður en ég dett út af. Það er nú meiri undarlega bókin. Ég er hrifin af þessari hugmynd, en næ ekki tilganginum með refsingunum, þ.e. að þær þurfi að vera svona svaðalega kynferðislegar. En kannski skýrist það þó ég sé strax farin að hafa það á tilfinningunni að ekkert muni skýrast og allir drepist í lokin.

Ferlega er ég orðin þreytt á pólitík. En það eru nokkrar góðar útlistanir á Evrópubandalags“umræðunni“ á netinu núna. Ein tesa, ein antítesa og svo þessi ágæta syntesa. Alveg eins og Frakkarnir og ég fílum best. Og allar greinarnar lýsa því hvernig mér líður, stundum eitt, stundum hitt, stundum allt í bland.

Lifið í friði.

2 Responses to “Vinnan, Evrópa og Konur”


  1. 1 baun 30 Apr, 2009 kl. 6:45 e.h.

    nú ætla ég að lesa Konur. ég er nefnilega svo kynferðisleg.

  2. 2 parisardaman 1 Maí, 2009 kl. 8:07 f.h.

    Þetta er ekki fallega kynferðislegt.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: