vinn

Fjögur vinn á fjórum dögum. Fín afköst. Minni afköst á öðrum vígstöðvum. En allt í góðu ennþá. Rauðvín í glasi í kvöld, skálum fyrir öllu og öllum. Sérstaklega fyrir góðum degi með góðu fólki.

Ég lauk við Konur í gær. Það er undarleg bók sem þarfnast meltingar. Ég hika á milli þess að setja hana í góðan Lynchflokk eins og t.d. Blue Velvet, eða arfavondan flokk eins og Mulholland Drive. Á meðan er hún bara í týnda flokknum eins og Lost Highway. Ekki það að ég flokki allt sem ég les í Lynchflokka. Hann er bara svo áberandi þessa dagana og því hentugt að notast við hann. Ohmmmm.

Lifið í friði.

9 Responses to “vinn”


 1. 1 Frú Sigurbjörg 2 Maí, 2009 kl. 9:28 e.h.

  Rauðvín í glasi hér líka í kvöld, sem er gott eftir vinnudag í jakkafataráðuneytinu á útborgunarhelgi í vorútsölu, undirmannnaðar og verð ein í deildinni á morgun, svo SKÁL.
  Var annars að fletta Gestgjafablaði sem ég á og fattaði að aflitaða blondínan þar ert þú – sneðugt.

 2. 2 parisardaman 2 Maí, 2009 kl. 9:31 e.h.

  He he, já, það er ég! Skál í boðinu! Á ég að opna aðra (þessi var bara með lögg)?

 3. 3 Arngrímur 2 Maí, 2009 kl. 9:42 e.h.

  Á manni að skiljast af þessu að þú sért ekki hrifin af Mulholland Drive og vitir ekki hvað þér eigi að finnast um Lost Highway? Mér finnst allar myndirnar hans æði, Eraserhead kannski fullviðbjóðsleg samt til að ég höndli að horfa á hana aftur.

 4. 4 baun 2 Maí, 2009 kl. 9:50 e.h.

  ég drekk sólhatt og gleypi íbúfen gegn kvefræksninu. skál rauðka!

 5. 5 Frú Sigurbjörg 3 Maí, 2009 kl. 12:45 f.h.

  Ætla rétt að vona þú hafir opnað aðra.

 6. 6 parisardaman 3 Maí, 2009 kl. 8:08 f.h.

  Arngrímur: Ég dýrkaði Blue Velvet, enda var ég á dýrkunaraldrinum þegar ég uppgötvaði hana, vann í kvikmyndahúsinu þar sem hún var sýnd og hafði því ótakmarkaðan aðgang að henni og sá hana ótæpilega oft. Twin Peaks fílaði ég mjög vel. Lost Highway pirraði mig eitthvað þó margt væri spennandi. Það sem stóð upp úr var hljóðvinnslan sem kom frábærlega vel út í litlum nýjum sal í Laugarásbíó. Svo sá ég Mulholland Drive orðin kasólétt og bara… fékk upp í kok. Þraukaði myndina því ég hélt að manninum mínum þætti hún svo góð. Við vorum lengi að koma okkur í að játa fyrir hvoru öðru hvað okkur drepleiddist allan tímann.
  Baun, megi kvef þitt hverfa fljótt.
  Frú Sigurbjörg, ég opnaði aðra, en drakk rétt um eitt glas, þá fann ég að spurningin var um að detta í það eða hætta strax og ákvað að hætta því mér er hætt við illilegum eftirköstum ef ég er eftir mig þegar ég dett í það. Og nú er ég vöknuð, hress og kát, klukkan er orðin níu og ég á leið í hlaupagallan. Jei.

 7. 7 Frú Sigurbjörg 4 Maí, 2009 kl. 9:53 f.h.

  Besta við rauðvínsdrykkju er að njóta hennar og kunna að hætta – góð ákvörðun hjá þér Parísardama.

 8. 8 Frú Sigurbjörg 4 Maí, 2009 kl. 9:42 e.h.

  Gleymi alveg að segja þér að ég er að sjálfsögðu búin að elda aðalréttinn – vantaði reyndar agalega fallegt franskt eldfast mót – og eftirrétturinn er í bígerð á allra næstu dögum.

 9. 9 Unnur María Bergsveinsdóttir 5 Maí, 2009 kl. 6:21 e.h.

  Ég ætla að vera svo sjálfhverf að vísa þér á eigin bókadóm um Konur. Er nefnilega ekki skipt um skoðun síðan ég skrifaði hann. http://www.kistan.is/default.asp?sid_id=33389&tId=2&fre_id=80819&meira=1&Tre_Rod=003|&qsr


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: