Betra en nokkuð annað

Mig vantar textann við þetta lag Todmobile, finn ekki á netinu.

Lifið í friði.

11 Responses to “Betra en nokkuð annað”


 1. 1 hildigunnur 3 Maí, 2009 kl. 3:39 e.h.

  meh, ég lánaði einhverjum fyrsta Todmobile diskinn minn fyrir mörgum árum, man ekki hverjum og hef ekki fengið hann aftur.

  Ég get sent Þodda póst og beðið um hann ef þú vilt.

 2. 2 parisardaman 3 Maí, 2009 kl. 4:04 e.h.

  He he, ég er með lagið á diski, en næ ekki alveg öllum textanum. Þetta er nú bara svona fyrir sjálfa mig, kann nú kannski ekki alveg við að trufla sjálfan höfundinn. Kannski ég finni út úr þessu alveg sjálf með iPoddanum.

 3. 3 Harpa J 3 Maí, 2009 kl. 8:13 e.h.

  Ég kannast nú ekki einu sinni við lagið….

 4. 4 parisardaman 3 Maí, 2009 kl. 10:15 e.h.

  Mjög fallegt lag.

 5. 5 hildigunnur 4 Maí, 2009 kl. 11:18 f.h.

  þetta er æðislegt lag, sko

  Ég væri verulega til í að fá þennan disk aftur, en hef ekki séð hann endurútgefinn. Kannski maður kíki á tonlist.is?

 6. 6 vælan 4 Maí, 2009 kl. 11:40 f.h.

  söng þetta á sínum tíma, hentu textanum inn eins og þú heyrir hann og þá get ég líklegast fyllt upp í eyðurnar 🙂

 7. 7 parisardaman 4 Maí, 2009 kl. 10:01 e.h.

  Ókei, byrja að hlusta og skrifa í vikunni, takk.

 8. 8 kip 8 Feb, 2014 kl. 3:01 e.h.

  Fannstu þennan texta? 🙂 Er einnig að leita að honum.

 9. 9 Kristín í París 13 Feb, 2014 kl. 8:38 f.h.

  Heyrðu, nei, ég bara settist aldrei niður við þetta verkefni eins og ég ætlaði mér.

 10. 10 Jon 31 Júl, 2016 kl. 11:52 e.h.

  Betra en nokkuð annað.

  Sérðu fyrir þér dalinn sem ég sé?
  Hann er falinn bakvið fjöllin í móðu
  Þú segir ekki neinum frá, ég á hann alein
  Já alein fyrir mig, já alein fyrir mig.

  Segðu mér, sérðu veginn sem liggur alla leið
  Það er leiðin sem ég ætla að fara
  Þegar alt er orðið tómt, tómt eins og auðnin
  Já dauðinn fyllir mig, Það er sárt að gefast upp.

  Ref:
  Svo sárt, finnst ég verða að hverfa héðan burt
  Fara leiðina inn í dalinn, gegnum móðuna í annan heim
  Og svo ljúft, finna vinda strjúka vota kinn
  Finnast allt verða betra
  Láta berast á vængjunum þeim, Láta vindinn feykja sér

  Ætla að fara alla leið, ætla að fara alla leið
  Yfir ókunn fjöll, yfir endamörkin,
  Í dalinn minn á ég kyrrð, hún er góð þessi tilfinning
  Þetta er nokkuð annað
  Aaaa ég flýg burtu nú, Þú segir engum frá
  Þú veist hver ég fór, veit hver ég fór
  Í dalinn
  Aaaa ég flýg burtu nú…
  Þú skilar kveðju heim
  Ég kem aldrei meir, kem aldrei meir
  Er farin.

  Ætla að fara alla leið, ætla að fara alla leið
  Yfir ókunn fjöll, yfir endamörkin,
  Í dalinn minn á ég kyrrð, hún er góð þessi tilfinning
  Þetta er nokkuð annað
  Aaaa þetta er nokkuð annað.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: