útlendingurinn

Það var að koma út yfirfarin þýðing á þessari bráðgóðu bók eftir Albert Camus. Ásdís R. Magnúsdóttir hressti gömlu þýðinguna við, færði hana nær ungu fólki í dag. Þessi saga er fullkomin fyrir menntaskólakrakka og uppúr og þar sem þetta er tvímála útgáfa er hún vitanlega fullkomin til að hressa við frönskukunnáttuna. Mér finnst bókin alltaf jafngóð, les hana nokkuð reglulega (eða gerði áður en ég var þrúgaður námsmaður (mér finnst ég hafa verið það í þúsund ár núna)).

Svo minni ég á útlending sem er í hungurverkfalli á gistiheimilinu Fit í Njarðvík. Það er hægt að fara og heimsækja flóttamennina sem eru geymdir þar meðan þeir bíða afgreiðslu mála sinna, sem langlanglangoftast enda með því að þeir eru sendir úr landi. Þannig er hægt að sýna Mansri samstöðu.

Annars er ég bara ömurlega leiðinleg og nenni varla að opna munninn. En það verður ahbú 15. maí. Hvernig sem það fer svo.

Lifið í friði.

0 Responses to “útlendingurinn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: