skokk

Hingað til hef ég bara montað mig af nýja átakinu mínu á snjáldurskinnu. Aðallega vegna þess að ég var í svo lélegu formi að ég náði aldrei að hlaupa lengur en 8 mínútur. Þar má monta sig af smásigrum, hér á blogginu verður að vera ákveðinn standard sko.
Ég ákvað sem sagt að fara út eins oft í viku og ég gæti og hreyfa mig eins mikið og ég nennti.
Ég fór út á sunnudags- og mánudagsmorgun. Á þriðjudeginum var ég á bulland fór ég bara á bókasafnið, á miðvikudeginum er leikfimin í hádeginu en kennarinn mætti ekki svo við komumst ekki í tækjasalinn. Ég hljóp í 12 mínútur í staðinn ásamt slatta af magaæfingum, skoppum, og armbeygjum (9 alvöru á jörðinni).
Í gær, fimmtudag, fór ég ekki en í morgun fór ég og hljóp í 22 mínútur. Leit ekki einu sinni á klukkuna fyrr en eftir 11 mínútur. Þegar ég var búin með 20 ákvað ég að hlaupa eitt lag í viðbót. Það reyndist vera Nick Cave og því náði ég ekki að þrauka allt lagið.
Eftir hlaupin tók ég smá upprifjun á pallaleikfimi á háum gangstéttarkanti, hné og hæll, hopp og slaufa. Fimm mínútur. Svo gerði ég 120 magaæfingar og 12 armbeygjur á bekk (á ská sem sagt).
Það besta er að ég finn að ég er að springa úr löngun í að gera þetta, ég hengslast ekki út dragandi lappirnar á eftir mér heldur er ég spennt og kát að drífa mig. Hversu lengi þetta mun endast veit ég ekki. Hvort ég muni ná að laga slappan magann veit ég ekki. Í raun er það ekki aðalmálið. Aðalmálið er þessi slyttisþyngdarmáttleysistilfinning sem smyrst ofan á tilfinninguna um að ég sé að verða gömul. Fertugsafmælistíðin er hafin, tuttugu ára stúdentsafmæli í næstu viku (ég verð ekki þar). Ég er vissulega að verða gömul, en djöfull skal ég verða flott og spræk gömul kelling. Látið ykkur samt ekki dreyma um að ég hætti að kíkja í glas og fíra upp í sígó við og við.

Lifið í friði.

4 Responses to “skokk”


 1. 1 Linda Björk Jóhannsdóttir 8 Maí, 2009 kl. 10:39 f.h.

  Þetta er frábært hjá þér Kristín, ánægð með þig skvísa!

 2. 2 Hjálmar 8 Maí, 2009 kl. 11:57 f.h.

  Þetta er bara spurning um að njóta þess að vera til!

 3. 3 parisardaman 8 Maí, 2009 kl. 1:57 e.h.

  Ég nýt þess kannski ekki beint akkúrat í dag. En almennt, jú. Og er mjög ánægð með mig… á köflum.

 4. 4 baun 8 Maí, 2009 kl. 5:24 e.h.

  ég er mjög ánægð með þig, köflótta mær:)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: