earl grey er morgunte

Sonur minn er týpan sem vaknar helst fyrir sjö. Stundum tuttugu mínútum fyrir, stundum tíu mínútum. Stundum slefar hann yfir sjö í svefni. Systir hans sefur yfirleitt eitthvað lengur en hann, stundum jafnvel alveg þar til þarf að vekja hana klukkan átta.
Þessa vikuna er systir hans búin að vera í skólaferðalagi og hann hefur okkur því út af fyrir sig. Hann er búinn að vera ósegjanlega ljúfur og skemmtilegur, talar út í eitt við matarborðið og nýtur sín í botn. En það merkilegasta, það sem kemur okkur mest á óvart, er að hann sefur þar til við vekjum hann klukkan átta. Hvað í ósköpunum á ég að lesa út úr því?

Af ritgerð er það að frétta að þetta stefnir í keisaraskurð í dag eða kvöld. Eftir 17 klukkutíma verð ég að skila. Sem betur f… fer.

Lifið í friði.

4 Responses to “earl grey er morgunte”


 1. 1 ella 15 Maí, 2009 kl. 8:47 f.h.

  Hann veit að foreldrarnir verða ekki fráteknir þó að hann leyfi sér að hvílast aðeins lengur.

 2. 3 Harpa J 15 Maí, 2009 kl. 11:12 f.h.

  Ella hittir naglann á höfuðið held ég.

  Gangi þér alveg óskaplega vel!

 3. 4 parisardaman 15 Maí, 2009 kl. 12:05 e.h.

  Æh, mér finnst það sorglegt að börnin séu á einhvern hátt að keppa um okkur foreldrana. Eins og við erum nú slatta mikið með þau (þó mamman eigi extraleiðinlega kafla, eins og núna, með hugann við ritgerðir og próf). Takk samt, ég berst, ég berst og ég ferst ekki!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: