húsmæðraskipti

Ég fékk tölvupóst í dag um að frönsk kona myndi kannski skrifa mér fljótlega. Hún gengur með þann draum að koma til Íslands, en hana langar til að komast inn á heimili og vera með fólkinu. Ekki bara svona venjulegur túristi. Ég skil það mjög vel og finn sjálf alltaf fyrir því þegar ég ferðast á ókunnar slóðir (sem er í raun afar sjaldgæft, föst sem ég er milli þess að vera bara í Frakklandi og ferðast bara til Íslands), að mig langar svo að komast inn til fólksins sem býr á staðnum.
Þessa konu langar að bjóða tvær vikur á sínu heimili í Normandí gegn því að fá að koma í tvær vikur inn á íslenskt heimili. Hún er gift og á tvö börn, 21 og 17 ára.
Ég hef ekki enn fengið póst frá henni sjálfri, kannski mun hún aldrei láta verða af því að senda hann, kannski finnst henni þetta eitthvað kjánalegt, ég meina, við höfum aldrei séð svona auglýsingu áður. Hvað finnst ykkur, væruð þið til í að taka hana að ykkur og koma svo einhvern tímann til hennar? Persónulega væri ég til í svona díl, vandamálið er að ég er ekki með aukaherbergi. En á mitt heimili er gott fólk alltaf velkomið í svefnpokapláss, vitandi að hér er farið snemma á fætur, hvort sem setið er lengi að spjalli með tilheyrandi í glasi kvöldið áður eða ekki.

Lifið í friði.

5 Responses to “húsmæðraskipti”


 1. 1 Lissy 17 Maí, 2009 kl. 1:09 f.h.

  I have an extra bedroom (actually, two, but one is set up for my son), and a extra bathroom that is so rarely used, the water does not run right. So, keep me in mind, definitely! Only problem is I am in Reykjanesbaer….

 2. 2 parisardaman 17 Maí, 2009 kl. 7:25 f.h.

  Mér skildist að konan vilji vera „bara einhvers staðar“ á Íslandi.

 3. 3 bryn&co 17 Maí, 2009 kl. 1:21 e.h.

  Þetta hljómar eins og skiptinemaprógram fyrir fullorðna.
  Ekki vitlaust, nú á síðustu og verstu tímum.

 4. 4 parisardaman 17 Maí, 2009 kl. 8:23 e.h.

  Já, þetta er mjög spennandi lausn. Ég hef þó ekkert heyrt frá konunni.

 5. 5 Unnur María Bergsveinsdóttir 26 Maí, 2009 kl. 7:34 f.h.

  Mamma væri ábyggilega til í þetta gegn því að systir mín frönskunöttarinn færi svo . Borgarnes. Láttu mig vita ef þú heyrir frá konunni! 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: