gleði

Ég var að fá einkunn fyrir Þýðingasögu. Níu. En það gerir mig ekki minna hrædda við Málbreytingar, verð alls ekki há þar, vona bara að ég skríði þó yfir fimmuna (og já, ég geri mér fulla grein fyrir því að ég neyðist til að gefa þá einkunn upp, hver sem hún verður, þýðir ekki að monta sig endalaust en þegja yfir því sem ekki er jafngott).

Lifið í friði.

12 Responses to “gleði”


 1. 1 ella 19 Maí, 2009 kl. 10:29 e.h.

  Nú velti ég vöngum yfir því hvað Þýðingasaga sé fyrir nokkuð.

 2. 2 parisardaman 19 Maí, 2009 kl. 10:36 e.h.

  Við stúderuðum texta frá öllum tímum sem fjalla um þýðingar. Og þýddum einn texta frá því fyrir 1900 um þýðingar. Og skrifuðum ritgerð um þýðandann. Og rýndum svo í einn texta með tilvísunum í pælingar um þýðingar frá því áður fyrr, sem við héldum fyrirlestur um og skiluðum ritgerð líka. Og þýddum svo bókmenntatexta frá því fyrir 1900. Þýðingafræði er glæný fræðigrein sem veltir fyrir sér hvernig mögulegt er að koma texta frá einu máli yfir á annað, hvað þarf að hafa í huga, hvað á að varast o.s.frv. En það hefur verið spáð í þetta af mætu fólki á öllum tímum, enda mannfólkið frústrerað yfir því að tala öll sitt hvert tungumálið og knúið áfram af þörf fyrir að vita hvað hinir eru að segja.

 3. 3 Frú Sigurbjörg 20 Maí, 2009 kl. 12:00 f.h.

  Til hamingju með níuna og hugsanlegu fimmuna. Held þú megir vera ánægð með sjálfa þig eftir púlið, búin að standa þig vel.

 4. 4 ella 20 Maí, 2009 kl. 8:34 f.h.

  Ég hugsaði einmitt að þýðingar hljóti að hafa verið framdar með ýmsum hætti næstum eins lengi og menn hafa talað. Sennilega bras að rekja söguna svo langt aftur. Til hamingju með að vera að læra með ágætum árangri um áhugavert efni.

 5. 5 hildigunnur 20 Maí, 2009 kl. 9:42 f.h.

  Til hamingju með níuna, glæsilegt!

 6. 6 Harpa J 20 Maí, 2009 kl. 6:42 e.h.

  Til hamingju með níuna og ég skal veðja að þú færð hærra en fimm í hinu prófinu!

 7. 7 parisardaman 20 Maí, 2009 kl. 7:11 e.h.

  Takk takk og takk.
  ókei Harpa, ég heiti á þig. Kem með andalifur handa þér í sumar (ef þig óar við slíku góðgæti get ég komið með eitthvað annað) ef ég fæ hærra en fimm.

 8. 8 Valur 20 Maí, 2009 kl. 8:34 e.h.

  Til hamingu nía.

 9. 9 baun 20 Maí, 2009 kl. 9:34 e.h.

  kúl. dugleg stelpa.

 10. 10 Eyja 21 Maí, 2009 kl. 1:25 f.h.

  Mér finnst allt í lagi að monta sig af því sem er gott en sleppa hinu. Gerum við það ekki öll með einum eða öðrum hætti?

 11. 11 parisardaman 21 Maí, 2009 kl. 7:18 f.h.

  Takk og takk.
  Jú Eyja, það geri ég svo sannarlega. En þegar maður misnotar bloggvinina með endalausu kvarti yfir náminu er ástæðulaust annað en að leyfa þeim að fylgjast með þessu alla leið. Ég er alla vega búin að lofa og stend alltaf við það sem ég lofa, nema þegar ég svík það…

 12. 12 Hlédís 24 Maí, 2009 kl. 9:55 e.h.

  Til hamingju með níuna, kæra! Þýðingafræði sýnist athyglivert og skemmtilegt efni!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: