klæðskiptingar og hundar bannaðir

stóð einhvern tímann á skilti á bar í 18. hverfi, þar sem einnig blómstruðu kabarettar þar sem dragdrottningar sýndu listir sínar og urðu jafnvel heimsfrægar, eins og t.d. hún Coccinelle.

Heimildamyndin Nous n’irons plus au bois (2007) eftir Josée Dayan er röð viðtala við fólk sem hefur fengið leiðréttingu á kyni. Þau eru klippt saman þannig að nokkur þemu eru skoðuð, hvernig var æskan (erfið fyrir langflest), hvenær vissirðu (öll snemma), hvenær ákvaðstu að stíga skrefið (mjög misjafnt), hvernig var það, hvað gerðist eftir á…
Inn á milli er talað við félagsfræðing, mannfræðing og sagnfræðing.

Hér koma nokkrir molar gerðir eftir því sem ég krotaði hjá mér meðan ég horfði. Þetta er alls ekki beint afrit af því sem sagt var, heldur gert eftir minni og þá kannski að einhverju leyti upplifun:

Það er nauðsynlegt að losa okkur undan kröfunni um að gangast undir geðrannsókn. Transgender eru flokkað sem geðsjúkdómur og þar liggur vandamálið. Geðlæknirinn spyr þig af hverju þú sért með stutt hár og gangir í buxum. Þú svarar að konur séu oft stutthærðar í buxum, en þetta með hárið skýrist til dæmis af atvinnuástæðum. Líkaminn er karlkyns og til að halda vinnu verðum við að hlýða þeirri staðreynd. Geðrannsóknin var niðurlægjandi hlutinn af ferlinu.

Aðgerðir í Frakklandi eru langt á eftir öðrum Evrópulöndum, Hollandi, Bretlandi, Belgíu o.fl. Einnig eru þeir mjög framarlega í Brasilíu. Í Frakklandi eru þessar aðgerðir eiginlega hálfgerð vönun, limurinn skorinn af og afskaplega lítið spáð í að vanda það sem kemur í staðinn. Skurðlæknarnir eru hálfgerðir slátrarar. Þetta á vitanlega við um þær sem ekki geta greitt fyrir aðgerðir á einkaspítala.
Tvisvar sinnum hefur verið reynt að græða lim á karl, þeir enduðu báðir í hjólastól.
Þessi staðreynd er stór hluti orsakarinnar fyrir hárri sjálsmorðstíðni meðal transgendera. Þeir vakna upp og eru mislukkað eintak af konu eða karli. Verra en ekkert.

Maður vaknar tvisvar eftir aðgerðina. Fyrst sem kona líkamlega í alvörunni. Maður er eins og lítil stelpa, alltaf að glápa á sig í speglinum, dilla sér, snúa sér í hringi. Svo vaknar maður aftur þegar maður áttar sig á því að ó, nei, þessu er langt í frá lokið. Nú hefst ferlið að fá ríkið til að samþykkja leiðréttinguna og skrásetja hana hjá sér.

Það þarf að stroka flokkin „kyn“ út af skráningum í þjóðskrá, það hefur ekkert með mannréttindi að gera, þetta er í raun einmitt leið ríkisins til að koma í veg fyrir samkynhneigð hjónabönd og fleira. Ef skiptingu í kyn væri hætt við skrásetningu barna, losnaði þjóðfélagið við ok þess að vera annað hvort karl eða kona.

Það eru ekki til nein lög sem tryggja rétt okkar til að fá kyninu breytt í þjóðskrá. Eingöngu dómvenja. það getur tekið óratíma og eiginlega nauðsynlegt að fara í gegnum félagasmtök, þetta er hreinlega of erfitt ferli fyrir einstakling.

Transgenders eru minnihlutahópur sem að svo mörgu leyti er sveltur í París. Þar er mjög hátt hlutfall atvinnuleysis og RMI-styrkþega (trygging á lágmarksfjárhæð til að komast aftur inn í lífið, rúmar 500 evrur á mánuði, helmingur af lágmarkslaunum).

Transfóbía hefur ekki verið samþykkt á skrá yfir fordóma sem bannað er að tjá opinberlega, líkt og hómófóbía, kynþáttafordómar o.s.frv.

Translovers, kona og karl sem hafa bæði látið leiðrétta og eru hjón. Aldrei er talað um okkur, við erum samt ansi mörg.

Við erum oft í hlutverki útskúfaðrar drottningar. Við eigum ástarævintýri, alvöru ástarsögur. En þeir yfirgefa okkur samt, því þeir höndla ekki að vera með konu sem var áður karl, höndla ekki bendingar umhverfisins, þó þeir elski okkur í raun og nái oft ekki að finna ástina annars staðar síðar.

Ég fer eftir því sem Coccinelle sagði alltaf, enda var hún mín guðmóðir í þessu: Orðið transsexualité er bara orðið yfir ferlið, aðgerðina og endurfæðinguna – ferðalagið. Eftir það varð ég bara kona og punktur. Ég er ekkert transi, ég er bara kona.

Ég lít á feril minn sem einhvers konar andlegt ferðalag. Mér tókst að vera karl, mér tókst að vera kona og nú hefur mér lærst að skilja að það sem er mikilvægast er að kunna einfaldlega að VERA.

Ef ekki væri fyrir kerfið með alla sína kóða eða reglur, flokkun í kyn: kona eða karl, samkynhneigð eða gagnkynhneigð… þá er ég ekkert viss um að ég hefði nauðsynlega þurft að fara í aðgerð og verða líffræðileg kona. Ég sé ekki eftir því og er ánægð með lífið, en ég veit það ekki… ef ekki væri fyrir þessa kröfu um að falla í flokka veit ég ekki hvað ég hefði gert.

Lifið í friði.

4 Responses to “klæðskiptingar og hundar bannaðir”


 1. 1 GD 27 Maí, 2009 kl. 11:56 e.h.

  Þetta hlýtur að vera hræðilegt.
  Annars finnst mér mjög áhugavert sjónarmið hjá Germaine Greer að kynskiptiaðgerðir séu „profoundly conservative in that it reinforces sharply contrasting gender roles by shaping individuals to fit them.“ Hægt að lesa meira í kaflanum Pantomime Dames í þessari bók: http://www.rapereliefshelter.bc.ca/issues/knixon_greer.pdf

 2. 2 baun 28 Maí, 2009 kl. 12:22 f.h.

  þetta er mynd sem mig langar að sjá.

 3. 3 Erla Hlyns 28 Maí, 2009 kl. 12:41 f.h.

  Trés interéssant (eða eitthvað svoleiðis)

 4. 4 parisardaman 28 Maí, 2009 kl. 7:35 f.h.

  Þetta er frábær mynd. Ég var næstum búin að setja hana í gang og horfa strax aftur.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: