vont skap

Um daginn benti vinkona mín mér á spjall á moggabloggi. Þar var sett fram vísa eftir Einar Ben, sem hljóðar svo:

Láttu smátt en hyggðu hátt.
Heilsa kátt, ef áttu bágt.
Leik ei grátt við minni mátt.
Mæltu fátt og hlæðu hátt.

Lína númer tvö er rædd í athugasemdum og finnst sumum sem verið sé að hvetja til hræsni. Þar er ég gersamlega ósammála. Auðvitað þarf maður stundum öxl að gráta við, klapp á bakið eða aðra hughreystingu. En það er hreinlega dónalegt að koma alltaf til fólks másandi og stynjandi með kvart og kvein.
Við hjónin fengum einmitt að kenna á svona hegðun nú í hádeginu þegar vinkona okkar kemur inn í bílinn þar sem við sitjum kát og glöð ásamt syninum, þeir á leið í tónlistarskólann, við konurnar í leikfimi. Arnaud spyr glaðlega „ça va?“, og auðvitað er þessi vinkona klár í að nota þessa föstu kveðju sem tækifæri til að byrja að barma sér yfir einhverju óspennandi neikvæðu rugli. En hún gekk eiginlega fram af okkur í þetta sinn með föstu og drynjandi „NON“. Það sló dauðaþögn á okkur þarna í bílnum. Mig langaði ekki vitund að vita hvað það var nú sem hún á svona bágt yfir, en Arnaud reyndi eitthvað að draga upp úr henni án árangurs. Og vitanlega drundi þetta á mér þegar þeir feðgar voru stokknir út úr bílnum. Bla bla, allir svo vondir við mig og þessi sagði eitthvað í þessum tón og bla bla.
Ég á stundum bágt með mig, ég löngu hætt að taka undir með svona væli í vinum mínum, þau hlusta hvort eð er aldrei á nein ráð og maður á bara að vera stuðpúði. Ég nenni því ekki lengur. Og ég er alveg komin með upp í kok af þessu þó ég hafi ekki græna glóru um það hvernig ég á að losna undan þessu án þess að missa vináttuna, sem ég vil helst ekki lenda í. Er það kannski það sem þetta fólk vill? Til að geta vorkennt sé aftur og meira?

Best er að taka það fram að hún náði sko ekki að eyðileggja góða skapið mitt. Ég er orðin allt of klár í að hrinda af mér svona neikvæðni án þess að taka það inn á mig. Og líka er viturlegt að taka það fram að þegar vinir mínir lenda í alvöru hremmingum er ég að sjálfsögðu tilbúin að veita þeim allan þann stuðning og samúð sem ég á til að gefa.

Lifið í friði.

4 Responses to “vont skap”


 1. 1 ella 27 Maí, 2009 kl. 5:28 e.h.

  Eitt er leita huggunar og stuðnings, annað að draga umhverfið niður til sín.

 2. 2 parisardaman 27 Maí, 2009 kl. 9:31 e.h.

  Einmitt frú mín góð. Spurning um lífsleikni, býst ég við.

 3. 3 hildigunnur 28 Maí, 2009 kl. 9:49 f.h.

  æh, fólkið sem sér alltaf hálftóma glasið er alveg hræðilega þreytandi, eiginlega óttalegar orkusugur. Þekki nokkra svona.

  Mig minnir annars endilega að ég hafi lært síðustu línuna – hlæðu dátt. Gæti samt verið vitleysa.

 4. 4 parisardaman 28 Maí, 2009 kl. 2:26 e.h.

  Það getur vel verið rétt hjá þér Hildigunnur. Ég leiðrétti greinilega stafsetningarvillu þegar ég kópíeraði, en spáði ekki í annað.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: