spennandi tilboð frá konu á Normandí

Þessa, og fleiri auglýsingar má finna á www.parisardaman.com:

Ég heiti Catherine Hilereau, ég er 49 ára, gift og á 2 stóra stráka: Alexandre 21 árs háskólanemi í Caen og Roman sem er 17 ára menntskælingur i Granville, sem er bærinn sem við búum í. Granville stendur við Ermasundið, nálægt Mont St. Michel flóanum, í Normandí.
Ég er enskukennari í gagnfræðaskóla og tala því góða ensku, of course! Ég tala líka góða þýsku og þar sem ég er kennari er ég í sumarfríi allan júlí og ágúst (lucky me!) og mig langar að koma til Íslands í um tvær vikur á þessu tímabili. Þegar ég ferðast til útlanda reyni ég að kynnast fólkinu í landinu, hvernig það býr og jafnvel mynda vináttutengsl. Þetta er vonlaust að gera ef búið er á hóteli eða þegar leigð er íbúð. Þess vegna langar mig að athuga hvort einhverjir Íslendingar gætu hugsað sér að koma sér í samband við mig upp á ferðina til Íslands. Ég er opin fyrir ýmsum möguleikum, til dæmis get ég tekið á móti gestum heim til mín og sýnt þeim héraðið og fengið að koma til þeirra á Íslandi í staðinn. Einnig er ég til í að greiða fyrir einhvers konar heimagistingu hjá einni eða fleiri fjölskyldum. Ég get komið ein eða haft vinkonu með mér svo ég sé ekki byrði á daginn… Ég bið áhugasama um að hafa samband við mig: catherine.hilereau[hjá]orange.fr

Lifið í friði.

0 Responses to “spennandi tilboð frá konu á Normandí”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: