gerið og dagsetningar á matvöru

Ég gleymdi að taka það fram í gær að gerið sem ég notaði var útrunnið. Reyndar bara síðan um miðjan maí. Enn og aftur sanna ég það fyrir sjálfri mér og heimilisfólki mínu að lítið er að marka dagsetningar á vörum. Ég er fullkomlega sannfærð um að þær eru falsaðar. Að alltaf má bæta við, ég miða við ca mánuð á því sem er „lifandi“, ekki meir. Ég hef lent í að baka úr dauðu geri og það virkar vitanlega ekki. Ég borða jógúrt þremur til fjórum vikum eftir dagsetningu síðasta neysludags. Enda stendur á frönskum pakkningum „consommer de préférence avant le“, og á íslensku er það „best fyrir“, best, já, en allt í lagi hversu lengi á eftir?
Fersk mjólk eyðileggst þó fljótt og ég vara mig á ýmsu sem getur byrjað að gerjast, s.s. spagettísósum og öðru slíku. Geymi það þó alveg viku en ekki bara þessa þrjá daga sem mælt er með utan á krukkunum.

Óþarfi að taka það fram að við erum oftast við hestaheilsu á þessum bæ.

Lifið í friði.

10 Responses to “gerið og dagsetningar á matvöru”


 1. 1 Rósa 4 Jún, 2009 kl. 9:29 f.h.

  ég læt nefið ráða.

 2. 2 ghrafn 4 Jún, 2009 kl. 10:15 f.h.

  Mánuð! Ertu klikkuð kona?

 3. 3 Líba 4 Jún, 2009 kl. 10:59 f.h.

  Nefið gildir … og auðvitað augun því litur og áferð getur sagt það sem segja þarf.

 4. 4 Erna E. 4 Jún, 2009 kl. 11:30 f.h.

  Jamm, það er ágætis ástæða fyrir því að við erum með bragð- og lyktarskyn.

 5. 5 parisardaman 4 Jún, 2009 kl. 11:46 f.h.

  Ég læt vitanlega kjöt ekki bíða í mánuð, þar gildir að nota nefið og augun einmitt.

 6. 6 ella 4 Jún, 2009 kl. 5:33 e.h.

  Í lagi með kjötið ef þú hengir það í rjáfrið yfir hlóðunum.

 7. 7 parisardaman 4 Jún, 2009 kl. 6:00 e.h.

  He he, hlóðirnar, já.

 8. 8 Skítlegt eðli 4 Jún, 2009 kl. 9:59 e.h.

  Ríkisstjórnin best fyrir 25. maí

 9. 9 hildigunnur 5 Jún, 2009 kl. 5:14 e.h.

  Kaninn er algerlega paranoid með þessar dagsetningar, heldur að allt verði skyndilega baneitrað klukkan 12 að kvöldi best before dags.

 10. 10 parisardaman 6 Jún, 2009 kl. 8:27 f.h.

  He he, ég þekki slíkt fólk frá bæði Frakklandi og Íslandi.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: