17. júní í svörtu

Það hittist svo á, að við fjölskyldan erum á leið í jarðaför góðrar fjölskylduvinkonu og samstarfskonu mannsins míns. Því verð ég svartklædd niðri í bæ í dag (í París). En þó ég hefði ekki verið á leið í jarðaför er allt eins líklegt að ég hefði klæðst svörtu og hugsað til Íslands á Þjóðhátíðardaginn með hnút í maga. Í alvöru talað, ef fólk ætlar niður í bæ að veifa fánum og fagna sjálfstæði þjóðarinnar verð ég hissa og gefst líklega upp á að gera mér vonir um að í þjóðarsálinni sé til vottur af hugrekki og reisn.
Dagskrá þeirra sem ætla ekki að láta narra sig út í hefðbundin þjóðhátíðarhöld heldur kjósa að tjá reiði sína og sorg er svona:
Klukkan 10: Hólavallakirkjugarður, við leiði Jóns Sigurðssonar með svart sorgarband um handlegg.

Klukkan 14: Við styttuna á Austurvelli, einnig með sorgarband.

Klukkan 15: Hvatt er til setuverkfalls, fólk er beðið um að setjast niður hvar sem það er statt og hugsa um það hvers vegna 17. júní er haldinn hátíðlegur.

Lifið í friði.

2 Responses to “17. júní í svörtu”


  1. 1 HG 17 Jún, 2009 kl. 2:39 e.h.

    Sæl, kæra!
    Áðan ávarpaði mig kona með hinu hefðbundna:“Gleðilega þlóðhátíð“ Þá fann ég, að einmitt í dag þarf að biðja fyrir landi og þjóð.

  2. 2 parisardaman 18 Jún, 2009 kl. 1:45 e.h.

    Ja, ég fór alla vega ekki í neitt svona vöffluhátíðarskap. En aftur, ég var náttúrulega að kveðja góða konu, það setti vissulega svip sinn á þennan 17. júní.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: