ég er sammála

Hnakkusi í þetta skiptið. Ekki alltaf, en alla vega núna. Það hefur eitthvað truflað mig við þau rök að við, þjóðin, verðum dæmd fyrir afglöp óreiðumanna. Það sem ég þekki af fólki í heiminum greinir mjög auðveldlega milli venjulega fólksins og ríka, freka fólksins(/stjórnvalda).
Pældu bara aðeins í þessu: Segjum sem svo að ægilegt hneyskli komi upp með viðskipti úkraínsks/pólsks/norsks/fransks/íransks/ísraelsks/[settu það land sem þig langar hér] banka, heldurðu að þér þætti það sjálfsagt að úkraínsku/pólskur/norskur/… lýður (í skilninginum þjóð) eigi að vera dreginn inn í málið og látinn greiða? Ég bara get ekki séð réttlætið. Ég held að Hnakkus hitti naglann á höfuðið: þjóðin er enn í bullandi meðvirkni.

Athugið samt að ég tel mig ekki hafa fundið hinn heilaga sannleik í þessu máli né öðrum. Ég bara fékk svona tilfinningu um að loksins sæi ég það sagt um málið sem ég gæti skrifað undir þegar ég las Hnakkus. Enda er enginn heilagur sannleikur til í þessu, þar sem ENGAR STAÐREYNDIR liggja ljósar fyrir. Það er aðalvandamálið að mínu mati og ástæðan fyrir því að ég er andsnúin undirritun samnings. Pókerspilaaðferðin í opinberum málum hefur aldrei verið mér að skapi. Það á ekki að gambla með eignir lýðsins, en það er verið að gera það, þegar veðjað er á að eignir skuldaranna muni hækka á næstunni. Ekkert bendir til þess hér á meginlandinu að húsnæðisverð ætli að fara að hækka. Bílaiðnaðurinn er að hrynja, allt er í volli. Spáið aðeins í þetta.

Lifið í friði.

2 Responses to “ég er sammála”


  1. 1 Valur 18 Jún, 2009 kl. 1:36 e.h.

    Og Bretar settu ekki hryðjuverkalög á Íslenska ríkið ( þ.e okkur ) heldur á einkabanka …sem við áttum ekki 1 krónu í fyrr enn seinna. Þannig að ég er alltaf jafn hissa að heyra fólk blanda saman á þessum vettvangi hugtökunum ríki og einka.

  2. 2 parisardaman 18 Jún, 2009 kl. 1:41 e.h.

    Já, það er dálítið merkilegt að þetta skuli blandast endalaust saman í hugum fólks.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: