samningameistarinn

Dóttir mín sýndi fína takta í samningaviðræðum við móður sína í dag: Mamma, má ég fá myndir að lita (úr tölvunni), gerðu það… gerðu það… gerðu það… gerðu það… Mamma, gerðu það…
Eftir tíu mínútna andstöðu móður og beiðni um að hætta að suða kom sú stutta með ágætis málamiðlun: ókei, mamma, við fáum annað hvort myndir að lita, eða þá að við fáum að horfa á sjónvarpið. Þú mátt velja, elsku mamma mín.

Ef hún væri aðeins eldri, myndi ég mæla með henni í alþjóðaviðskiptaþrugldæmið sem ríkisstjórnin stendur í núna.

Óþarfi er að taka það fram, að eftir smá útskýringar á siðareglum og afarkostum, fengu þær Lucie að velja sér myndir að lita. Eina hvor. Þær voru harðar í að reyna að breyta þessum tveimur sem ég samþykkti í tvær á mann, en það stóðst ég bjargföst.

Lifið í friði.

2 Responses to “samningameistarinn”


  1. 1 AP 19 Jún, 2009 kl. 10:49 f.h.

    Sú stutta er þrælgóð! Ekki skil ég samt af hverju hú náði ekki fram 2 myndum á mann 😉 – Eru þær svona dýrar?
    xxx-AP

  2. 2 parisardaman 19 Jún, 2009 kl. 11:51 e.h.

    Hehe, þetta er spurning um prinsipp. En málið með þessar niðurhleðslur er að þetta leiðir mann inn á misgóðar síður sem mér finnst eins og þreifa sig inn í annað á tölvunni þinni, jú sí. Treysti ekki svona ókeypis niðurhali á myndum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: