barnaveiðistangir

Ég er búin að lofa börnunum mínum að þau fái að prófa að veiða á Íslandi. Það getur vel verið að í fjölskyldunni minni leynist barnaveiðistangir, en til öryggis sendi ég nú ákall til bloggvinanna: á einhver gamla barnaveiðistöng eða aðrar veiðigræjur sem eru að daga uppi í geymslunni og vantar nýja leikfélaga í júlí?
Há stígvél væru líka vel þegin, Kári er í ca 27, Sólrún í ca 31. Þau eiga stígvél, sem eru mjög lág, finnst mér.

Svo hef ég líka verið að spá í það hvort okkur vanti ekki bílstól, þ.e.a.s. svona upphækkun, þau eru orðin of þung fyrir bílstóla með beltum í, nota upphækkun (helst með baki) ásamt bílbeltunum. Bara svona ef einhver lumar á dóti…

Stell og útréttingar. Pælingar og skipulagning. Og ekkert kemst ég áfram í ukulele-sjálfsnáminu á meðan…

Lifið í friði.

9 Responses to “barnaveiðistangir”


 1. 2 parisardaman 23 Jún, 2009 kl. 11:07 f.h.

  Vá, þennan þekkti ég ekki. Er á sheep enterainment og svo að lesa kennslubókina í rólegheitum á theuke.com – sem liggur reyndar niðri núna.
  En Hello, goodbye verður pottþétt æft og komið í spilun eins fljótt og hægt er því börnin syngja það enn alla daga.

 2. 3 hildigunnur 23 Jún, 2009 kl. 11:14 f.h.

  Ég á upphækkanir, reyndar baklausar, ef þú færð ekki með baki. Sjálfsagt að fá að láni, mín eru hætt að nota þær.

 3. 4 parisardaman 23 Jún, 2009 kl. 11:54 f.h.

  Takk Hildigunnur. Hef það sannarlega í huga.

 4. 5 einar jónsson 23 Jún, 2009 kl. 12:51 e.h.

  Þú verður að halda ukulelebítlatónleika þegar þú kemur til landsins.
  Hér er smá inspírasjón:

 5. 6 parisardaman 23 Jún, 2009 kl. 5:11 e.h.

  Where I come from, we have players like this for breakfast! Góð hugmynd með tónleika, hvernig er það með þessa tónlistarhöll þarna, var hún tilbúin eða…?

 6. 7 BBC 23 Jún, 2009 kl. 6:11 e.h.

  Ég á sessu með baki og get fengið aðra sessu (án baks) veiðistangir ætti heldur ekki að vera vandamál! Il suiffit de demander! he he

 7. 8 Harpa J 23 Jún, 2009 kl. 6:50 e.h.

  Mín barnaveiðistöng er því miður í notkun, en ég skal tékka á hinu.

 8. 9 parisardaman 24 Jún, 2009 kl. 12:09 f.h.

  BBC, ég vissi að ég gæti stólað á (blogg)vinina!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: