Hello, goodbye

Ég byrja alltaf á að skrifa orðið goodbye vitlaust (nema akkúrat núna því ég var með fyrirsögnina til að styðjast við).

Þar sem ég stóð að hengja upp úr fimmtugustu vél vikunnar í gær, fór ég að spá í það að líklega væri ukulele-dæmið eitthvað svipað og iPod-dæmið sem ég uppgötvaði mér til skelfingar í fyrra að væri merki um hjarðarhegðun mína. Mig fór að langa í iPod um svipað leyti og allir fóru að fá sér iPod. Það er nefnilega staðreynd að vinkonan sem seldi mér hljóðfærið, var í byrjun mjög efins um að ná upp í þessi 10 stykki sem hún þurfti til að geta fengið þau á heildsöluverðinu en endaði svo með að selja hvorki meira né minna en 16 eins og að smella fingri. Það er því ljóst að ukulele-æði er að renna upp í Frakklandi.
Og viti menn, um svipað leyti, að öllum líkindum á sömu sekúndunni, og ég er að hugsa þetta kemur Dr. Gunni með pistil um að hann hafi kannski verið fyrsti íslenski ukulele-eigandinn (ég get reyndar auðveldlega hrakið það) en að nú gangi öll krúttin um syngjandi og lemjandi smágítar.

Ég sit hérna og velti því fyrir mér hvort ég eigi að fara í ákveðna búð lengst niðri í bæ til að kaupa ákveðna hluti sem mig langar að koma með heim handa ákveðnu fólki. Mig langar miklu miklu meira að sitja áfram hérna fyrir framan tölvuna, með ukulele og reyna að ná milli kaflanum: hello, hello, oooooohhhh oh no! I say hello and you say goodbye (og aftur skrifaði ég goodbuy fyrst).

Ætli Miachel Michael Jackson hafi átt réttinn að þessu lagi? Átti hann ekki megnið af Bítlalögunum? Og hlaut viðurnefnið Bambi frá Paul McCartney fyrir?
Ef ég væri erfingi, myndi ég skila afkomendum Bítlanna gefa íslenska ríkinu réttinn að öllum Bítlalögunum og að Thriller-plötunni.

Og svo er Farah Fawcett líka farin. Ég var einhvern tímann með mynd af henni á korktöflunni minni, ásamt slatta af öðru fallegu fólki.

Lifið í friði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: