grill, pikknikk og fjallganga á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Í gær lét ég verða af því sem ég hef verið að spá í síðan ég flutti hingað, tók grillið úr geymslunni og bar það upp í „skóginn okkar“ og grillaði með nágrönnum sem eru að flytja á brott. Það var fáránlega indælt, ég næ því ekki að við skulum ekki hafa gert þetta fyrr. Og auðvitað áttum við að láta fleiri vita, nóg er af plássi. Það var nákvæmlega engin truflun af öðru fólki, okkur leið eins og við værum lengst uppi í sveit. Ég áttaði mig á því um kvöldið að þetta var fyrsti laugardagur í útsölu, það skýrir líklega mannfæðina. Gott að vera með neyslubremsu og algerlega laus við að „þurfa“ á útsölurnar.
Í dag verður svo pikknikk í Vincennes, aftur sól og hiti. Lækur að baða sig í.

Svo verður bara pökkun á morgun og brottför til nyrsta þriðjaheimsríkis í heiminum. Vikuna 6. júlí er ég laus á daginn og óska hér með eftir leiðsögumanni í dagsgöngu á fjall í nágrenni höfuðstaðarins. Svo þarf að skipuleggja bloggarakveðjuvinahittingskaffiboð. Hverjir eru lausir hvenær?

Lifið í friði.

11 Responses to “grill, pikknikk og fjallganga á Stór-Reykjavíkursvæðinu”


 1. 1 baun 28 Jún, 2009 kl. 11:39 f.h.

  við Hjálmar erum fír og flamme að rölta með þér á fjall:) fullt af þægilegum fellum og fjöllum í nágrenninu. ætlarðu að taka börnin með?

 2. 2 Arngrímur 28 Jún, 2009 kl. 2:51 e.h.

  Ég missi þá af því að hitta þig, enn einu sinni. Verð í Danmörku á þessum tíma.

 3. 3 parisardaman 28 Jún, 2009 kl. 8:11 e.h.

  Nei, Baun, var frekar að hugsa um smá hörku, sko.
  Arngrímur, okkur er ekki skapað nema að skiljast, he he.

 4. 4 hildigunnur 28 Jún, 2009 kl. 9:14 e.h.

  Við erum nokkuð laus við nema næstu tvö mánudagskvöld, svo Skálholt þann 12 fyrir tónleika 15. og 19. júlí.

  Læt Baun og Hjálmari eftir fjallaprílið, samt… :þ

 5. 5 baun 28 Jún, 2009 kl. 10:49 e.h.

  þá dettur mér í hug Vífilsfell, það er fínt fjall að ganga á:)

 6. 6 ghrafn 29 Jún, 2009 kl. 5:26 f.h.

  Það getur nú varla þurft hörku til þess að ganga á Vífilsfell fyrst menn hlupu þar upp á hverjum degi í den.

  (og svo heitir það bloggvinakveðjuhittingur)

 7. 7 parisardaman 29 Jún, 2009 kl. 7:30 f.h.

  Ég sem setti langlokuna inn bara fyrir þig ghrafn, fæ svo bara fokking leiðréttingu að launum.
  Baun, þið nefnið daginn og ég kem á Vífilfell. Ég hleyp EKKI upp, verð örugglega lafmóð.

 8. 8 parisardaman 29 Jún, 2009 kl. 7:31 f.h.

  Hildigunnur, ég finn kvöld fyrir okkur, vil samt fyrst ráðfæra mig við móður mína sem mér skilst að sé með dagatalið á lofti að skipuleggja og skipuleggja meira.

 9. 9 baun 29 Jún, 2009 kl. 6:38 e.h.

  ég nenni ekki Esjunni, það er varla hægt að fá bílastæði við Þverfellshornið. en Móskarðshnjúkar koma auðvitað til greina.

  og Vífilsfell er fyrirtaks fjall að ganga á, skil ekki nöldrið í honum GHrafni.

 10. 10 hildigunnur 30 Jún, 2009 kl. 10:13 f.h.

  heh, og svo laug ég eins og ég var löng til með mánudagskvöldin, næsta er laust en hins vegar ekki þriðjudagur og miðvikudagur, þá eru æfingar með raddþjálfaranum og é máekki sleppa…

 11. 11 parisardaman 1 Júl, 2009 kl. 12:33 f.h.

  Hvernig væri þá að stefna að mánudagskvöldinu?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: