Sarpur fyrir júlí, 2009

ég er út um allt á þessu fokking interneti

til dæmis núna hér.

Lifið í friði.

ferð

Þá erum við að fara að leggja í hann upp í sveit, nánar til tekið austur, og þaðan förum við líklega beint út á völl um Verslunarmannahelgina. Ég náði að hitta brotabrot af þeim sem mig langaði að kíkja á, og suma bara í mýflugumynd. Hinir verða annað hvort að fyrirgefa mér eða ákveða að hitta mig aldrei aftur.

Ég hef verið dugleg við að fara í sund, en það er ein af forsendum fyrir því að ég hef áhuga á því að koma til Íslands. Sundlaugarnar hérna eru fullkomnunin ein. Mér finnst gaman að koma í sveitalaugar, ég hlakka til að prófa einhverjar þarna fyrir austan.

Ég hef ekki farið á tónleika, lítið á kaffihús, engar myndlistarsýningar eða á nokkra menningarviðburði aðra en að sækja heim Gljúfrastein. Ég vonast til að ná að kíkja á Hala í sveitaferðinni, en ég ætla að vera í „litlum kofa“ í Lóni fram á miðvikudag eða fimmtudag. Svo verður ferðinni heitið til Egilsstaða á æskuslóðir föðurættar föður míns. Þessi plön gætu breyst ef veður fer að skipast í lofti.

Ísland er kúl land þrátt fyrir helvítis fokking fokkið.

Lifið í friði.

parlez-vous fransí biskví?

Lifið í friði.

toppstykkið

Ég er alveg sannfærð um það að fjallgöngur eru mun háðari því sem gengur á í kollinum á manni en líkamlegu formi. Ég held að allir geti ákveðið að komast á tind og bara komist á tindinn. Efakorn í hausnum getur hins vegar orðið til trafala. Hugurinn ber þig hálfa leið er líklega bara hálf sagan. Í mínu tilfelli ber hugurinn mig að minnsta kosti alla leið.

Lifið í friði.

gott veður

Veðrið er mjög gott þessa dagana. Eiginlega bara með afbrigðum gott.

Á morgun stefni ég á fjallgöngu á Hengilsvæðinu (ég held að það sé nálægt Reykjavík, eða kannski ekki). Hún verður farin í lok dags, upp úr fimm. Að sjálfsögðu er öllum velkomið að skrá sig í ferðina.

Lifið í friði.

Sveit og sæla

Ég fór í vikunni í skottúr upp á Þingvelli og sá Valhöll. Ég kom líka við á Gljúfrasteini, það var nú meira en gaman að kíkja inn á svo gasalega lekkert menningarheimili.

Ég er líka búin að fara í fjallgöngu, gekk upp á Móskarðshnúka, hæsta tindinn af þremur (auðvitað þann hæsta frekar en þann hrikalegasta). Það var þoka öðru megin á toppnum. Ég fékk engar harðsperrur.

Um helgina verð ég svo við eina í litlu húsi á Snæfellsnesi. Þar ætla ég að hugleiða róttækni, gullin gildi þjóðarinnar og hvert á að stefna í lífinu. Eða bara glamra á úkúlele, blaðra við vinkonu og borða góðan mat.

Þarf ég nokkuð að taka það fram að tíminn líður viðbjóðslega hratt og að ég hef ekki hitt helminginn af þeim sem ég ætlaði mér að hitta? Og að ég er komin með hnút af samviskubiti en veit samt að ég þarf þess ekki og á það ekki skilið? Og að þannig er það bara?

Lifið í friði.

Babalú

Annað kvöld, mánudag. Klukkan átta.

Lifið í friði.

tregawött

Kúlasta tímarit landsins er komið út, á stafrænu formi.

Kúlasta gæti verið finnskt orð og þýtt eitthvað allt annað.

Lifið í friði.

Logn, Rauðhetta, afmæli og mánudagskvöld

Það er logn á Íslandi. Börnin úti í garði, alsæl. Ég að taka upp úr blessuðum töskunum og stússast í að skipuleggja mig. Ég svaf hrikalega illa í nótt, en ég er ekki frá því að það gerist næstum alltaf fyrstu nóttina mína á Íslandi. Blanda af ofþreytu og spenningi kryddað af örlítið of mikilli birtu.

Í dag verður það sundferð í Mosfellsbæjarlaug einhvern tímann í eftirmiðdaginn og síðan Rauðhettta í Elliðaárdalnum klukkan 18.

Að lokum lambalundir og meððí í kvöld með öllum afkomendum foreldra minna og fylgifiskum, fyrir utan minn franska sem var skilinn eftir í vinnu úti í Frakklandi. Þau eðalhjón eiga hvorki meira né minna en 42ja ára brúðkaupsafmæli í dag.

Hvernig líst fólki á að hittast á mánudagskvöld á einhverjum góðum stað, hvað heitir staðurinn frá því síðast?

Lifið í friði.


Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha