Logn, Rauðhetta, afmæli og mánudagskvöld

Það er logn á Íslandi. Börnin úti í garði, alsæl. Ég að taka upp úr blessuðum töskunum og stússast í að skipuleggja mig. Ég svaf hrikalega illa í nótt, en ég er ekki frá því að það gerist næstum alltaf fyrstu nóttina mína á Íslandi. Blanda af ofþreytu og spenningi kryddað af örlítið of mikilli birtu.

Í dag verður það sundferð í Mosfellsbæjarlaug einhvern tímann í eftirmiðdaginn og síðan Rauðhettta í Elliðaárdalnum klukkan 18.

Að lokum lambalundir og meððí í kvöld með öllum afkomendum foreldra minna og fylgifiskum, fyrir utan minn franska sem var skilinn eftir í vinnu úti í Frakklandi. Þau eðalhjón eiga hvorki meira né minna en 42ja ára brúðkaupsafmæli í dag.

Hvernig líst fólki á að hittast á mánudagskvöld á einhverjum góðum stað, hvað heitir staðurinn frá því síðast?

Lifið í friði.

17 Responses to “Logn, Rauðhetta, afmæli og mánudagskvöld”


 1. 1 Harpa J 1 Júl, 2009 kl. 11:10 f.h.

  Til hamingju með foreldrana!

  Ég reikna ekki með því að vera í bænum á mánudagskvöldið, er bundin yfir unglingnum sem aftur er bundinn í vinnu…

 2. 2 hildigunnur 1 Júl, 2009 kl. 11:34 f.h.

  Mánudagurinn hentar fínt og Babalú heitir staðurinn.

 3. 3 parisardaman 1 Júl, 2009 kl. 11:42 f.h.

  Er það ekki barasta málið, Hildigunnur?

 4. 4 ella 1 Júl, 2009 kl. 2:32 e.h.

  Mig langar afar mikið að kíkja á þig en er mjög óviss með stundaskrá mánudagsins, þetta er svo margt fólk sem verið er að samstilla hjá mér. Hvaða tímasetningu er verið að hugsa um?

 5. 5 hildigunnur 2 Júl, 2009 kl. 9:23 f.h.

  Neglum þetta – er það ekki? Engin mótmæli. Ella, eitthvað sem hentar þér betur en verr?

 6. 6 ella 2 Júl, 2009 kl. 7:51 e.h.

  Tja, held að sunnudagur sé rólegur hjá mér að mestu leyti en það gengur varla að eltast við allt.

 7. 7 baun 2 Júl, 2009 kl. 8:16 e.h.

  ég fylgist með og langar að koma, held að mánudagur sé í góðu lagi (en er að vinna alla daga til amk 4)

 8. 8 parisardaman 2 Júl, 2009 kl. 10:38 e.h.

  Ég var meira að hugsa um að kvöldi til, jafnvel bara eftir kvöldmatinn, um áttaleytið. Hvað segir fólk um það?

  Og Harpa, takk fyrir kveðjuna, ég sé til hvort ég geti kíkt við hjá þér á leiðinni austur í lok júlí. Ég hét á þig í vor!

 9. 9 Ævar Örn 3 Júl, 2009 kl. 1:00 f.h.

  Þú mátt alveg líta við í Mosó og sækja þér bók eða bækur ef þig vantar e-ð að lesa. Á nokkrar kiljur aukreitis sem ég geymi einmitt sérstaklega fyrir dömur frá París. Og hver veit nema ég eigi líka kaffi. Er bissí á laugardag, en laus flesta daga aðra. Hringdu bara á undan þér, svo þú farir örugglega ekki fýluferð – og börn eru að sjálfsögðu velkomin, hér um slóðir er nóg pláss til að ærslast og fullt af köttum…

 10. 10 Gummi 3 Júl, 2009 kl. 11:46 f.h.

  Kúl, mondei it is.

 11. 11 AP 3 Júl, 2009 kl. 6:30 e.h.

  Verið alla vega velkomin – Sjáumst í Babalú eða annarsstaðar.

 12. 12 parisardaman 3 Júl, 2009 kl. 6:56 e.h.

  Ævar Örn, takk takk. Ég var einmitt að ljúka við eina helvíti góða (þá nýjustu) sem ég splæsti m.a.s. í, þvert á vanann. En kaffi væri vel þegið og kannski mig vanti einhverjar kiljur í safnið?

 13. 13 parisardaman 3 Júl, 2009 kl. 6:57 e.h.

  Við sjáumst fljótt AP. Og þið hin alla vega á mánudag. Eigum við að negla kl. 20?
  Og þeir sem ég hef ekki svarað í tölvupósti, þið verðið að sýna smá biðlund, ég er mjög upptekin kona.

 14. 14 einar jónsson 3 Júl, 2009 kl. 11:23 e.h.

  Hvenær eru tónleikarnir?

 15. 15 parisardaman 4 Júl, 2009 kl. 12:22 e.h.

  Heyrðu, það eru víst allir salir uppbókaðir í júlí. En ég kem með úkúlele á babalú og leyfi þér að prófa.

 16. 16 hildigunnur 4 Júl, 2009 kl. 3:57 e.h.

  Sunnudagur er ekki góður fyrir mig, sorrí Ella. Áttaleytið á mánudag hljómar bara fínt.

 17. 17 einar jónsson 5 Júl, 2009 kl. 12:00 f.h.

  Þá reyni ég að mæta.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: