Sveit og sæla

Ég fór í vikunni í skottúr upp á Þingvelli og sá Valhöll. Ég kom líka við á Gljúfrasteini, það var nú meira en gaman að kíkja inn á svo gasalega lekkert menningarheimili.

Ég er líka búin að fara í fjallgöngu, gekk upp á Móskarðshnúka, hæsta tindinn af þremur (auðvitað þann hæsta frekar en þann hrikalegasta). Það var þoka öðru megin á toppnum. Ég fékk engar harðsperrur.

Um helgina verð ég svo við eina í litlu húsi á Snæfellsnesi. Þar ætla ég að hugleiða róttækni, gullin gildi þjóðarinnar og hvert á að stefna í lífinu. Eða bara glamra á úkúlele, blaðra við vinkonu og borða góðan mat.

Þarf ég nokkuð að taka það fram að tíminn líður viðbjóðslega hratt og að ég hef ekki hitt helminginn af þeim sem ég ætlaði mér að hitta? Og að ég er komin með hnút af samviskubiti en veit samt að ég þarf þess ekki og á það ekki skilið? Og að þannig er það bara?

Lifið í friði.

2 Responses to “Sveit og sæla”


  1. 1 ella 10 Júl, 2009 kl. 9:44 e.h.

    Ójá, þannig er það bara. Ég hefði til dæmis gjarnan viljað hitta þig en þannig er það bara. Hefði reynt ef það hefðu ekki verið svona margir samferða mér í gær. Og það kemur dagur eftir þennan og ár eftir þetta. Bestu kveðjur.

  2. 2 parisardaman 14 Júl, 2009 kl. 3:39 f.h.

    Oh, ég var að vona að einhver dáðist að því að ég SÁ Valhöll. Jæja. Ókei.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: