ferð

Þá erum við að fara að leggja í hann upp í sveit, nánar til tekið austur, og þaðan förum við líklega beint út á völl um Verslunarmannahelgina. Ég náði að hitta brotabrot af þeim sem mig langaði að kíkja á, og suma bara í mýflugumynd. Hinir verða annað hvort að fyrirgefa mér eða ákveða að hitta mig aldrei aftur.

Ég hef verið dugleg við að fara í sund, en það er ein af forsendum fyrir því að ég hef áhuga á því að koma til Íslands. Sundlaugarnar hérna eru fullkomnunin ein. Mér finnst gaman að koma í sveitalaugar, ég hlakka til að prófa einhverjar þarna fyrir austan.

Ég hef ekki farið á tónleika, lítið á kaffihús, engar myndlistarsýningar eða á nokkra menningarviðburði aðra en að sækja heim Gljúfrastein. Ég vonast til að ná að kíkja á Hala í sveitaferðinni, en ég ætla að vera í „litlum kofa“ í Lóni fram á miðvikudag eða fimmtudag. Svo verður ferðinni heitið til Egilsstaða á æskuslóðir föðurættar föður míns. Þessi plön gætu breyst ef veður fer að skipast í lofti.

Ísland er kúl land þrátt fyrir helvítis fokking fokkið.

Lifið í friði.

3 Responses to “ferð”


  1. 1 Baldvin Kári 22 Júl, 2009 kl. 6:56 e.h.

    Sundlaugar úti á landi eru æðislegar. Er sjálfur nýbúinn að heimsækja norðurstrandirnar og stakk mér m.a. í Krossneslaug í fjörunni við Trékyllisvík. Algjört möst fyrir þá sem hafa áhuga á íslenskum sveitalaugum.

  2. 2 parisardaman 23 Júl, 2009 kl. 8:48 f.h.

    Ah, já, hef heyrt um þá laug.

  3. 3 Frú Sigurbjörg 23 Júl, 2009 kl. 10:43 f.h.

    Umfram allt; habðu það gott.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: