heim

Þá er ég komin heim. Heim til Frakklands. Ég fékk enn og aftur staðfestingu á því að mér finnst heimilið mitt vera fallegt. Ég er stundum að hugsa til þess þegar ég er að heiman og verð þá stundum hrædd um að það sé alls ekki fallegt. Allt of mikið af húsgögnum sem passa ekki einu sinni saman, koma ekki einu sinni úr seríu, í allt of litlu rými. En þegar ég geng hingað inn, líður mér allt of vel til að það geti staðist. Líklega myndu einhverjir kúgast og jafnvel kasta dálítið upp yfir draslbúðastemningunni hérna. En svona vil ég hafa þetta og ekkert öðruvísi.

Nú þarf ég að reyna að koma börnunum fram úr rúminu, við fórum í loftið klukkan eitt að morgni, lentum klukkan sex að staðartíma og lögðum okkur um hálfníu. Klukkan orðin rúmlega tólf og þau bara sofa sem fastast, þrátt fyrir símann og mömmu sem hjalar blíðlega eitthvað um að nú skulum við vakna.
Sól og hiti úti, bakvið lokaða hlerana. Spurning um að opna þá og skella Rauðhettu í tækið. Var ég búin að segja það hér, að leikritið Rauðhetta sem Leikhópurinn Lotta sýnir víðsvegar um landið í sumar er algerlega þess virði að fara að sjá? Það er algerlega þess virði að fara með krakka að sjá Rauðhettu. Við skemmtum okkur mjög vel og keyptum diskinn sem hefur fylgt okkur á ferðalögum um landið (eyjuna okkar grænu). Þau ferðalög verða eitthvað gerð upp á næstu dögum. En nú verð ég að koma börnunum framúr, gefa þeim eitthvað að borða (til dæmis eru til rúsínur) og svo þurfum við að sækja pabbann sem var svo óheppinn að fá ekki miða með sömu vél og við og eyddi því nóttunni í Leifsstöð. Spennt að heyra af því þó líklega hafi hann bara steinsofið, eins og ég sagði við mömmu mína í gær, hann gæti eflaust sofið á hjóli, þessi maður.

Lifið í friði.

4 Responses to “heim”


 1. 1 baun 3 Ágú, 2009 kl. 10:57 e.h.

  það er gott að líða vel heima hjá sér.

 2. 2 Frú Sigurbjörg 3 Ágú, 2009 kl. 11:52 e.h.

  Home is where the heart is, as they say.

 3. 3 ella 4 Ágú, 2009 kl. 5:22 e.h.

  Velkomin heim. Vonandi búa sem flestir við þau lífsgæði að hafa heimilið búið eftir sínum smekk. Aumingja þeir sem vita svo lítið um sinn smekk að þeir finna sig knúna til að skipta öllu út á fárra ára fresti.

 4. 4 parisardaman 5 Ágú, 2009 kl. 5:36 e.h.

  Takk takk. Ég hugsa í raun um heimili mitt sem allt of lítið og allt of fullt af dóti þegar ég er á Íslandi í þessum stóru húsum með nóg af herbergjum, og alls konar sértækt rými fyrir þetta og hitt, sjónvarpskrók, símaborð, þvottahús og svona.
  Hjarta mitt er hins vegar á tveimur stöðum og ég á tvö heima, það er deginum ljósara.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: