íþróttafréttir

Ég hlustaði á hádegisfréttir í dag, sem ekki er í frásögur færandi. En í milljónasta skiptið stóð ég mig að því að vera hálfnuð inn í íþróttafréttir án þess að átta mig á því að ég var greinilega hætt að hlusta fyrir einhverju síðan. Og í milljónasta skipti spyr ég mig (og nú ykkur): Hvað í ósköpunum veldur því að íþróttir fá þetta sérpláss í öllum fréttatímum á meðan útgáfa bóka, opnanir myndlistasýninga og aðrir listviðburðir þurfa að berjast um að næla sér í umfjöllun í einum af örfáum svokallaðra menningarþátta RÚV?
Ég segi einum, því ég man eftir ljóðskáldi nokkru kvarta yfir því að þar sem bókin hans fékk umfjöllun í Morgunútvarpinu, mátti ekki tala um hana í Víðsjá.

Rétt’upp hend sem hlustar af athygli á íþróttafréttirnar. Og af þeim, rétt’upp hend sem gæti ekki mjög auðveldlega fundið þessar upplýsingar annars staðar þó þeim yrði kippt út úr aðalfréttatímunum?

Ég þarf að senda tvær myndir af mér á Eyjuna, en ég er búin að vera með hrikalega ljótu þessa síðustu daga, hálfblúsuð af heimþrá til Íslands er ég bæði löt og ljót þessa dagana. Á meðan blogga ég bara í rólegheitum hér á minni kósí leynibloggsíðu. Og aumingja skarinn á Eyjunni missir af öllu.

Lifið í friði.

10 Responses to “íþróttafréttir”


 1. 1 Lissy 9 Ágú, 2009 kl. 5:40 e.h.

  Hmm, well, I agree that I often do not listen to all the sports, but on the other hand, if I happen to find out something like the world cup is going on, and I haven´t heard a word about it, that always upsets me.

  No one cares about all the stories in the main news segment either. Some like the international stuff, some like the politics, some like the local interest stories.

  But on the other hand, a nightly segment on cultural events as part of the news would be amazingly cool! There are probably people out there who have interest in it, and just do not even realize what a dynamic scene it is!

 2. 2 parisardaman 9 Ágú, 2009 kl. 5:46 e.h.

  Það er satt, að ekki hafa allir áhuga á öllu og allt í lagi með það. En sportið á ekkert frekar skilið allt þetta pláss, en menning og listir. Ég næ því ekki af hverju er ekki hægt að hafa sérstaka íþróttaþætti og láta það duga, líkt og gert er með menningu og listir. Bara næ því ekki (þó ég viti að það er aðallega vegna helvítis peninga, enn og aftur).

 3. 3 Björn Friðgeir 9 Ágú, 2009 kl. 6:00 e.h.

  Af því að menning og listir eru ekki one-off viðburðir með spennandi fyrirfram óþekktum úrslitum. Þess vegna eru það fréttir.
  Það er hægt að finna ALLAR fréttir annars staðar, þetta eru ekki rök.

 4. 4 baun 9 Ágú, 2009 kl. 7:57 e.h.

  íþróttir skipa ótrúlega veglegan sess í dagskrárgerð, hef aldrei skilið það, finnst þetta hrútleiðinlegt efni. hef þó tekið eftir því að ekki er öllum íþróttagreinum gert jafnhátt undir höfði, t.d. er sárasjaldan sýnt frá krull-keppnum (curling). mér þykir krulla fyndin.

 5. 5 Arngrímur Vídalín 9 Ágú, 2009 kl. 10:36 e.h.

  Íþróttir eru ekki fréttnæmar. Menningarviðburðir ekki heldur. Mér finnst það megi hafa fréttaauka utan venjulegs fréttatíma sem fjallar um menningu, listir og aðra atburði eftir því sem þurfa þykir hverju sinni. Þá fyrst yrðu fréttirnar kannski nógu ítarlegar og upplýsandi til að það tæki því að horfa á þær.

 6. 6 parisardaman 9 Ágú, 2009 kl. 11:40 e.h.

  Víst eru menningarviðburðir one-off og úrslitin oft ókunn. Auðvitað er hægt að finna allar upplýsingar á netinu og engin furða þó fréttamenn nýti sér æ oftar upplýsingar beint frá bloggurum eða af fasbókinni. Döh. Ég held samt fast við þá skoðun mína að íþróttir hafa allt of mikið pláss í aðalfréttatímum RÚV (mér er sama um hina miðlana).

 7. 7 Frú Sigurbjörg 10 Ágú, 2009 kl. 9:36 f.h.

  Hjartanlega sammála þér Parísardama. Mér finnst ég alltaf vera að hlusta á sömu „varnarræðu“ þess sem minni fékk stiginn eftir leik, algerlega óháð því hver tapaði eða vann. Sé ekkert fréttnæmt við það.

 8. 8 hildigunnur 10 Ágú, 2009 kl. 8:29 e.h.

  menningarviðburðir ekki one-off? áttu annan?

  Úrslit, jújú en hvað er með að upptalning úrslita fái að taka upp alveg uppundir fimmtung fréttatímans? Nota bene þá valta stóru boltaíþróttirnar langoftast yfir allar aðrar íþróttir líka.

 9. 9 Eyja 12 Ágú, 2009 kl. 2:02 f.h.

  Mér gengur álíka vel að hlusta á íþróttafréttirnar og prestinn í kirkjunni. Ég get ekki fyrir mitt litla líf haldið athyglinni við þetta.

 10. 10 vinur 13 Ágú, 2009 kl. 12:34 f.h.

  Ég rétti upp báðar hendur, báða fætur og báðar hækjurnar, en ekki þó allt í einu. Kv. Guðlaug Hestnes


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: