búin

Ég held ég hafi aldrei verið svona þreytt. Jú, örugglega oft, en þannig líður manni samt alltaf þegar maður er vindlaus, orkulaus, búinn á því.

Það er magnað að þýða viðtöl við fólk. Sumir tala í fullkomnum litlum bútum, mátulega sundurskornum, ekkert sko jamm sko hérna hmmm, bara sagt það sem á að segja og ekkert mál að skrifa það upp með tæmkódum og alles. Aðrir kjamsa og humma, sko-a og hérna-a út í eitt. Allar setningar eru í einhvers konar lögum sem skarast: Já, sko, hérna, þetta var nú þannig að, eeeeh, þetta var nú þannig að báturinn var keyptur, eeeeeh jamm humm sko, keyptur eftir að frændin fór eeeeh sko, hérna. Martröð fyrir þýðandann, enn meiri martröð fyrir klipparann sem skilur ekki íslensku.

Þátturinn verður eflaust fínn, ég held þetta sé í fyrsta sinn sem ég verð vör við að Frakki sé að gera hlutlausa mynd um hvalveiðar Íslendinga og að hann hafi virkilega haft áhuga á því að grafast fyrir um það hvernig hvalveiðar tengjast sjálfi þjóðarinnar.

Lifið í friði.

5 Responses to “búin”


 1. 1 maggainga 12 Ágú, 2009 kl. 11:08 e.h.

  Það hljóma út eins og mjög goða verkefni, þó hun sér erfit.

 2. 2 baun 13 Ágú, 2009 kl. 12:30 f.h.

  geturðu ekki sett frönsk hikorð í staðinn fyrir frónska haið og hummið? örugglega miklu svalara að tafsa á frönsku en íslensku.

 3. 3 parisardaman 13 Ágú, 2009 kl. 9:33 f.h.

  Ég er forvitin um Möggu Ingu, sem er líklega af „erlendu bergi brotin“. Oft mjög skemmtilegt verkefni, en erfitt að vera í kappi við tímann, sérstaklega þegar maður vill skila af sér góðri vinnu.
  Verkefnið er í raun að klippa hikið og tafsið út, en það gæti gefið setningar eins og báturinn var keyptur eftir keyptur eftir að… Stundum setti ég bara frönsk hikorð: donc, voilà, euh, enfin…

 4. 4 Harpa J 13 Ágú, 2009 kl. 1:30 e.h.

  Þetta virðist samt vera spennandi verkefni – er það ekki?

 5. 5 parisardaman 13 Ágú, 2009 kl. 5:27 e.h.

  Þetta var fínt. En gott að það er búið.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: