aftur til lífsins

Vel heppnað frí er að ná að fara út úr lífinu í smá stund. Tíminn hættir algerlega að skipta máli, áhyggjur af smámunum sem maður þrjóskast við að hafa alla daga hverfa og manni finnst jafnvel líkaminn verða einhvern veginn þyngdarlaus. Þannig leið mér síðustu daga í góðu yfirlæti með örlátu fólki í fallegu húsi með mátulega stórum garði og sundlaug, í 40 mínútna hjólafæri frá ströndinni, fyrst í gegnum vellyktandi skóg og svo yfir sandöldurnar. Atlandshafið er alltaf í stuði og þrátt fyrir hálfgerða hitabylgju leikur alltaf þægilegur svali um mann. Við drukkum vín með matnum á kvöldin en fórum samt tiltölulega snemma í háttinn því litlu börnin í húsinu sáu til þess að við vorum öll komin framúr upp úr níu. Sem við bættum flest upp með smá blundi með þeim í eftirmiðdaginn. Það var allt gaman í þessu fríi. En ég held samt, að vel athuguðu máli að ég geti neglt niður einn hápunkt:

Heitar ostrur í rjómasósu

Heitar ostrur í rjómasósu

Ekki spillti umhverfið fyrir:

Port des Salines á Oléron eyjunni

Port des Salines á Oléron eyjunni

Og nú eru bara þrír langir dagar eftir þar til ég fæ mín eigin börn aftur í faðminn. Og þangað til verður nóg að gera, það er ótrúlegt hvað þessir smámunir geta safnast auðveldlega upp. Hvert setti ég nú listann?

Lifið í friði.

9 Responses to “aftur til lífsins”


 1. 1 Harpa J 26 Ágú, 2009 kl. 2:32 e.h.

  Ég pant fara í svona frí þegar ég er orðin stór.

 2. 2 parisardaman 26 Ágú, 2009 kl. 6:55 e.h.

  Fyrst verður maður að búa í 20 ár í Frakklandi og ganga í gegnum streðið með pappíra og annað. Svo getur maður notið vinanna sem eiga foreldra sem eiga hús og garða víðs vegar um landið. Eða þá að eiga vinkonu í Frakklandi sem á svona frábæra vini og troða sér með henni næst, ertu með?

 3. 3 parisardaman 26 Ágú, 2009 kl. 11:26 e.h.

  Það er annars svekkelsi hvað það mistókst að fá umræður um ostrur í athugasemdir, ég var með áform um að skrifa um þær á http://www.parisardaman.com en fékk engin viðbrögð hér til að moða úr. Sjáum til…

 4. 4 ella 26 Ágú, 2009 kl. 11:52 e.h.

  Ég tel mig fullkomlega óhæfa til ostruumræðna, hef ekki orðið svo fræg að smakka þá skepnu, hins vegar á ég nokkrar ostruskeljar sem ég tíndi á Flórída um árið. Þær eru harðar, enda notaðar muldar í gatnagerð.

 5. 5 Ævar Örn 27 Ágú, 2009 kl. 1:35 f.h.

  Ein af mörgum draumadvölum mínum er einmitt einhverstaðar við Atlantshafsströnd Frakklands.
  Sá draumur mun rætast einhverntímann, hann bara skal…

 6. 6 parisardaman 27 Ágú, 2009 kl. 8:25 f.h.

  Ég get örugglega fengið þessa vini mína til að ráðleggja í sambandi við leigu þarna í Charentes Maritimes. Þetta er stórskemmtilegt svæði, mátulega lágvaxin byggð og ekkert allt of vel við haldin. Slatti af alls konar lummó leiguvillum sem minna á Torrevieja en alltaf stutt í sveitafíling og ströndin þarna hefur algerlega verið varðveitt, þökk sé sandöldunum friðuðu. Þegar maður er kominn niður að sjó, sjást engar byggingar. Það er ómetanlegt og ég þekki enga aðra strandlengju sem státar af þessu.

 7. 7 Frú Sigurbjörg 28 Ágú, 2009 kl. 9:53 f.h.

  Svona eiga frí nákvæmega að vera Parísardama; fara út úr lífinu í smá stund.
  Og vá, hvað ég hefði ekki slegið hendinni móti þessum ostrum, en hvað er samt þetta hvíta?? Ég fæ mig ekki til að hugsa um neitt annað en snjó og ostrurétt upp á jökli, en veit samt mér ætti að detta e-ð allt annað í hug…

 8. 8 parisardaman 29 Ágú, 2009 kl. 5:11 e.h.

  Þetta hvíta er gróft salt, bara svona upp á punt. Leit nákvæmlega út eins og ís.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: