af fótum

Það þarf að taka upp nýjan lífsstíl eftir töluvert sull í léttvínum í ágúst. Það er svona að vera barnlaus næstum allan mánuðinn og búa í landi þar sem vín fæst á eðlilegu verði.
Hluti af nýja lífsstílnum verður að taka fram hlaupagallann aftur. Ég stalst til þess, þvert á neyslubremsuregluna, að kaupa mér léttari sumarhlaupabuxur í vor en hef bara notað þær einu sinni. Þær komu með til Íslands og suður til Charentes Maritimes, en lágu fallega samanbrotnar í töskunni allan tímann í báðum ferðum. Ég get þó ekki rifið þær fram strax í dag þar sem ég hef ekki alveg jafnað mig á flugnabiti sem olli frekar ýktum viðbrögðum með tilheyrandi bólgum í kringum vinstra hnéð. Aðallega í hnésbótinni, sem gerir það að verkum að ég get ekki beygt fótinn.
Það eru tíðindi að vinstri fótur minn sé sá sem eitthvað kemur fyrir, yfirleitt er það sá hægri sem tekur skellinn: hann hefur verið soðinn í hver, ökklinn tognað allilla (djöfull er þetta töff orð – ef ég gæti sett a-ið í lokin öfugt væri það symmetrískt) og svo hnykkti ég hnénu á skíðum og kom víst sprunga í lærlegginn í leiðinni. Ekkert þessara áfalla hefur þó dugað til að gera fótinn ónothæfan, síður en svo.

Og flugnabitsbólgan er, sýnist mér, farin að hjaðna svo kannski næ ég að skreppa í smá skokk í fyrramálið, jafnvel í lok dagsins í dag. Svo er ég með áætlun um að hætta ákveðnum ósið, en skrifa ekki orð um það hér fyrr en það kemst endanlega á hreint hvernig ég fer að því.

Lifið í friði.

4 Responses to “af fótum”


 1. 1 BBC 28 Ágú, 2009 kl. 11:52 f.h.

  Ósið ….skósið…..nýr lífstíll…..hvað er að gerast! Ertu farin að stressast eh fyrir október? he he

 2. 2 parisardaman 28 Ágú, 2009 kl. 12:12 e.h.

  Jájá, fertugskrísa í fullum gangi…

 3. 3 BBC 28 Ágú, 2009 kl. 12:15 e.h.

  Fuss og svei og bull og vitleysa….horfðu bara vinkonu okkar og hvernig hún hefur blómstrað!

 4. 4 parisardaman 28 Ágú, 2009 kl. 12:34 e.h.

  Ég er nú bara að plata, he he.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: