nýjasti íbúi blokkarinnar

Ég frétti það í dag, að þann 26. júlí síðastliðinn fæddist lítil stúlka lítill drengur í blokkinni minni. Mamman var komin með væna bumbu þegar við fórum heim til Íslands í byrjun júlí, en ég held að hún hafi samt ekki átt vona á sér fyrr en í lok ágúst. Ég hafði svo ekkert séð hana síðan við komum heim en var lítið að spá í það, hvort eð er hálftómt húsið, enda ágúst alltaf aðalfrímánuður Frakka.

En stúlkan drengurinn kom sem sagt í heiminn á stofugólfinu og voru þær mæðgur þau mæðgin svo fluttar með sjúkrabíl á spítalann sem hafði sent mömmuna heim þremur dögum áður. Þá hafði hún komið og beðið um hjálp því hún væri með svo mikla og sterka verki að hún hefði það á tilfinningunni að komið væri að fæðingu, og henni liði bara eitthvað svo illa. Auðvitað var ekki hægt að taka við henni, tækin sögðu að þetta væru ekki hríðir og fullt af konum fá fyrirvaraverki án þess að nokkuð alvarlegt sé um að vera og hættu þessi væli kerling…

Þremur dögum eftir fæðinguna var litla stúlkan litli drengurinn kominn heim og er við hestaheilsu. Móðirin er hins vegar enn á spítalanum og var haldið sofandi í öndunarvél í þrjár vikur eftir að lungun í henni féllu saman daginn eftir fæðinguna. Mig grunar að hún hafi kannski verið með svínaflensuna, að minnsta kosti var hún með vírus sem lagðist illa á lungun og var hún nærri dauða en lífi um tíma. Og vírusinn má ekki nefna á nafn, samkvæmt húsverðinum sem hvíslaði fréttunum að mér. Pabbinn stendur sig víst eins og hetja með stelpurnar sínar tvær drengina sína tvo heima, einn tveggja ára og svo þessa nýfæddu þennan nýfædda. Drýpur víst ekki af honum, samkvæmt hinum sama hvíslandi húsverði.

Það er ekki bara á Íslandinu sem niðurskurður og aðhald kemur niður á heilbrigðiskerfinu. O sei sei, nei.

Viðbót og skýring, 27. janúar 2010: Þegar ég kom með framhaldsfréttir af málinu í gær, talaði ég vitanlega um drengina. Þá benti glöggur lesandi mér á að ég hafði talað um stúlkur hér. Ég er hlessa, eina skýringin sem ég get ímyndað mér, er að í mínum huga skipti kyn hreinlega ekki nógu miklu máli. Ég held að ég hafi alltaf vitað að þetta voru strákar, en kannski stóð ég í þeirri trú að þeir væru stelpur þarna í ágúst, þeir eru gullfalleg blanda af svörtu og hvítu og gætu alveg litið út fyrir að vera stelpur.
Málið verður líklega aldrei upplýst að fullu, en ég stend þó við það héðan í frá að um drengi er að ræða.

Lifið í friði.

4 Responses to “nýjasti íbúi blokkarinnar”


 1. 1 ErlaHlyns 31 Ágú, 2009 kl. 9:54 e.h.

  Ég sem hélt að þetta væri sjálfhverf færsla um að þú værir nýji íbúinn í Eyjublokkinni en svo reyndist þetta bara hið þarfasta innlegg um heilbrigðiskerfið bölvað sem virðist alls staðar háómögulegt.

 2. 2 parisardaman 1 Sep, 2009 kl. 6:09 f.h.

  He he, ég byrjaði á einhverju bulli um það að ég væri ný hérna, en svo tók ég mér tak og ákvað bara að láta eins og ekkert væri, enda bara ekkert ný á netinu!

 3. 3 hildigunnur 1 Sep, 2009 kl. 10:00 f.h.

  velkomin á nýja staðinn – byrjar vel 🙂

 4. 4 parisardaman 1 Sep, 2009 kl. 3:13 e.h.

  Takk takk, Hildigunnur.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: