að vera eða vera ekki memm

Eftir fyrsta skóladaginn í 6 ára bekk, tilkynnti Kári okkur hróðugur að hann hefði eignast vin, Sam. Hann væri nefnilega líka aðdáandi Star Wars. Þannig borgaði blessaður Svarthöfðabolurinn sig upp á einum degi.
Ég var búin að vera með ör-pínu-smá-litlar áhyggjur af því að Kári einangraðist úti í horni í nýja skólanum. Flest krakkanna voru saman í leikskóla líka, bara örfá sem bætast við úr öðrum hverfum, eins og Kári. Hann er frekar mikill einfari í hóp og tekur sér tíma í að kynnast fólki. Hann er mjög opinn og ræðinn heima við, en þagði næstum heilan vetur í leikskólanum, ef ég man rétt. Seinni tvö árin lék hann sér svo eingöngu við Basil sem er ári yngri og dálítið seinn til, bæði í tali og hreyfingum. Basil er nú einn á síðasta ári í gamla skólanum og fer ekki sögum af því hvernig honum gengur. Svarthöfði reddaði þessu fyrir Kára (og um leið mig).
Í morgun klæddi Kári sig svo í ósamstæða sokka, parið á móti því sem hann var í um helgina. Ég benti honum varlega á að kannski myndu einhverjir krakkar hlæja að honum í skólanum, hann fékk strax hálfgerða skeifu og skipti yfir í samstætt par.
Mér finnst smart að vera í ósamstæðum sokkum, mér finnst töff að geta verið í fötum sem öðrum þykir kannski skrýtin, ég leik mér að því að sjokkera í litasamsetningum sjálf. En mér finnst það vera skylda mín að vernda sniðugu börnin mín gegn stríðni. Ég gleymi aldrei vonsvikni Sólrúnar þegar hún var tekin í gegn í frímínútum fyrir íslensku húfuna sem hló. Húfan var eftir það eingöngu notuð í fríum eða um helgar og þó það sé svekkjandi, er þetta sjálfsögð vörn lítils barns gegn hættunni á því að lenda einangrað úti í horni á skólalóðinni.
Það er engin furða að foreldrar séu stressaðir þegar krakkarnir byrja í skólanum á haustin. Það er ekkert rosalega erfitt að rifja upp ljótar senur úr lífinu í skólanum. Jafnvel fyrir okkur sem sluppum að mestu leyti vel. Þetta er harður heimur og það byrjar snemma.

Lifið í friði.

7 Responses to “að vera eða vera ekki memm”


 1. 1 baun 7 Sep, 2009 kl. 7:55 e.h.

  vonandi lagast þetta merkjavöru(enginn-má-skera-sig-úr)rugl með „versnandi“ tíð.

 2. 2 parisardaman 8 Sep, 2009 kl. 2:33 f.h.

  Ég held að þetta sé ekki einu sinni merkjadæmi.Alls staðar er málið að falla í hópinn, hvar sem er, hvenær sem er.

 3. 3 Svanfríður 9 Sep, 2009 kl. 5:29 f.h.

  Ég viðurkenni það en þó ekki fúslega að ég vanda mig á því að kaupa föt á þann eldri.Sá yngri er bara enn það ungur. Sá eldri er regnboga maður mikill og væri til í að vera klæddur í þeim litum allan daginn og helst í mislitum skóm líka. Mér persónulega finnst þetta skemmtilegt,sætt og líka sönnun á skemmtilegum persónuleika en ég vil helst ekki senda hann í skólann svona og það er 4-5 ára bekkur. Maður ætti kannski að gera það þó því ég man eftir því að í fyrra þá mætti hann með lambhúshettu í einu kuldakastinu og í vikunni á eftir voru margir mættir með þannig líka:)
  En ég óska þeim 6 áframhaldandi lukku!

 4. 4 Kristín í París 9 Sep, 2009 kl. 11:52 f.h.

  Takk, Svanhildur. Allt í sómanum, ennþá…

 5. 5 Svanfríður 9 Sep, 2009 kl. 2:22 e.h.

  Ég heiti Svanfríður:)

 6. 6 Kristín í París 9 Sep, 2009 kl. 3:49 e.h.

  ÆÆÆÆ, fyrirgefðu Svanfríður mín. Ég veit það alveg! Smá ruglingur eins og mér einni er lagið.

 7. 7 parisardaman 10 Sep, 2009 kl. 3:40 e.h.

  Og var að laga tengilinn núna! Skammast mín ekkert smá.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: