að missa vatnið

Á fyrstu meðgöngunni var ég mjög spennt yfir því hvernig ég myndi missa vatnið. Óteljandi senur í bíómyndum og sjónvarpsseríum (ekki þó 24, man alla vega ekki eftir missavatniðsenu þar) hafa líklega eitthvað með þetta að gera.
Föstudag einn í janúarlok 2002 fór ég upp á spítalann og sagðist halda að það væri farið að leka úr mér vatn, að eitthvað væri að gerast. Fljótlegt próf sýndi að ekki var um legvatn að ræða og var ég send heim með skottið á milli lappanna.
Viku síðar var ég á leið í bað um þrjúleytið um eftirmiðdaginn, en baðkarið mitt var svona setkar, mjög hátt og djúpt og erfitt að klofa upp í það. Sérstaklega með níu mánaða gamalt fóstur innan í sér. Ég var þó þrælvön og lá löngum í baði á þessu tímabili. En þarna fannst mér eins og eitthvað rifnaði innan í mér og þorði ekki að leggjast ofan í vatnið, bara rétt bleytti mig og fór strax upp úr. Svo fannst mér þetta bara álíka tilfinning og þarna viku áður og ég lagði ekki í að mæta aftur upp á spítala og vera send heim, dæmd sem einhver hysterísk ólétt kerling. Í staðinn bakaði ég súkkulaðiköku, tók á móti tengdamömmu í kaffi, fór í metró í matarboð, sat þar með undarlega bakverki, lét keyra mig heim og var þá boðið að koma við á spítalanum en ég neitaði (og mér hefur aldrei verið fyrirgefið), kom heim og fann að bakverkirnir ágerðust svo ég hringdi í vinkonu mína sem sagði mér að fara strax upp á spítala. Maðurinn minn fór út og sótti leigubíl og við komum upp á spítala um þrjúleytið um nóttina þar sem ég asnaðist til að segja frá því að ég hafði fundið eitthvað rifna fyrir 12 klukkustundum og var því hundskömmuð af lækninum. 12 tímum síðar kom Sólrún í heiminn og hóf lífið með því að fá slöngu ofan í magann vegna sýkingarhættu af því ég gat ekki bara misst vatnið svona í einni gusu inni í skóbúð eða niðri í metró eða á einhvern annan dramatískan hátt.

Lifið í friði.

11 Responses to “að missa vatnið”


 1. 1 Frú Sigurbjörg 19 Sep, 2009 kl. 10:55 f.h.

  Nei sko – legvatnsmissi-sagan komin á Eyjuna! Þú bíður auvita ekkert eftir hlutunum, sem betur fer.
  Ég eftirlæt öllum þeim sem hafa verið með barni væmniummælin.

 2. 3 ErlaHlyns 19 Sep, 2009 kl. 12:25 e.h.

  Ég hef einmitt áhyggjur af því að vita ekki hvenær ég er að fara að eiga. Er alveg hreint viss um að ég enda á gólfinu í Melabúðinni með glenntar fætur (og ekki í fyrsta sinni!)

 3. 4 hildigunnur 19 Sep, 2009 kl. 2:41 e.h.

  Erla, það má nú misskilja þetta 😛

 4. 5 parisardaman 19 Sep, 2009 kl. 3:11 e.h.

  He he, Erla. Mig langar að heyra söguna af þér útglenntri á gólfinu í Melabúðinni.

 5. 6 baun 19 Sep, 2009 kl. 4:41 e.h.

  Ég get nú ekki tekið undir að þetta sé væmin frásögn, mér finnst hún flott og fjallar um merkilega hluti. Það er nefnilega alveg sama hvað maður hefur heyrt um fæðingar, þær verða aldrei eins og maður heldur að þær verði.

 6. 7 Frú Sigurbjörg 19 Sep, 2009 kl. 4:49 e.h.

  Ef þú ert að skírskota til mín kæra baun, þá sagði ég aldrei að frásögnin væri væmin.

 7. 8 parisardaman 19 Sep, 2009 kl. 6:00 e.h.

  He he, ég tók því heldur ekki þannig Frú Sigurbjörg! Baunin misskildi þig aðeins, en við fyrirgefum henni, það hefur verið svo mikið um að vera út af skorsteininum og banansplittum sem eru hvorki bananar né splitt.

 8. 9 baun 19 Sep, 2009 kl. 6:09 e.h.

  Í sjálfu sér misskildi ég ekkert, mér finnst bara undarlegt að gera ráð fyrir væmni þegar rætt er um legvatn.

 9. 10 Kristín í París 20 Sep, 2009 kl. 4:46 f.h.

  Já, fæðing er reyndar ekki mjög væmið fyrirbrigði og sem betur fer erum við ekki á Barnalandi hérna, hehe.

 10. 11 ErlaHlyns 22 Sep, 2009 kl. 10:13 e.h.

  Þetta var að sjálfsögðu aðeins sett fram til að valda misskilningi!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: