innritun

Á morgun innrita ég mig í Sorbonne. Mér hefur tekist að hliðra mér hjá skrifstofu- og stjórnsýslustússi í Frakklandi í langan tíma. Ég er búin að vera að undirbúa þetta í rúma viku, sanka að mér pappírum og gögnum, taka ljósrit af öllu fram og til baka og á hlið, allt á að vera komið, nema ég steingleymi alltaf að láta taka af mér passamyndir. Geri það á lestarstöðinni í fyrramálið. Og verð að muna að taka með mér bók ef ég verð látin bíða.
Ég á að mæta kl. 10:15 og hef ekki lagt í að plana nokkuð annað á morgun. Hlakka ég til? Ó, nei.

Lifið í friði.

4 Responses to “innritun”


 1. 1 ella 24 Sep, 2009 kl. 10:36 e.h.

  Veit ekki með inngönguskilyrði í þessum skóla en hef heyrt sagt frá nokkuð hörðum útgönguskilyrðum. Vertu bara pottþétt á að vera ekki með ermarnar mjög fastar á þegar þú lýkur námi.

 2. 2 Brynja Huld 24 Sep, 2009 kl. 11:53 e.h.

  Ég fatta ekki djók fyrri ræðumanns?

  En var núna fyrir þvílíka tilviljun að finna bloggið þitt hér, vissi ekki að þú bloggaðir. Er spennt að byrja að lesa.

 3. 3 parisardaman 25 Sep, 2009 kl. 5:27 f.h.

  Brynja Huld, lestu aftur söguna um Sæmund Fróða. Ella, ég passa upp á þetta, takk fyrir ábendinguna.

 4. 4 einar jónsson 25 Sep, 2009 kl. 8:48 f.h.

  Gangi þér vel. Það útheimtir talsverða þolinmæði að skrá sig í þennan skóla.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: