allt er í fína og enginn vill sýna af sér sút eða sorg í kvöld

Ég er að fara í klippingu á eftir. Þegar ég fór síðast, um miðjan ágúst, var hárgreiðsludaman mín í fríi og sú sem leysti hana af klippti mig asnalega. Ekki það að mín klippi mig ekki asnalega, en það er samt svona asnalega töff, svona skakkt og ruglað. Ekki kassalegt.
Ég held ég hafi sjaldan hlakkað jafnmikið til að fara í klippingu þó ég fari yfirleitt aldrei fyrr en ég er orðin þannig að mig langar að brjóta spegilinn í hvert skipti sem ég lít í hann. Ég er næstum viss um að Lou á eftir að gerbreyta perspektívi helgarinnar, koma mér í gott skap og jafnvel rífa úr mér helvítis kraumandi hálsbólguna. Ég hef oft spáð í að reyna að lýsa Lou, en það er of erfitt. Lou er nefnilega eins og hún klippir, nett rugluð, töff, asni… nei, það er ekki hægt að lýsa henni, þú verður bara að koma og hitta hana.
Ég elska þessa konu, og bara það að skrifa að ég sé að fara að hitta hana fær mig til að líða aðeins betur, svei mér ef hálsbólgan ætlar ekki að hjaðna. Eins gott, því það verður stuð í kvöld. Og mín nýklippt, þar að auki. Lífið er nú gott, þrátt fyrir allt. Hættið þessu væli gott fólk, það er varla hægt að þverfóta á blogginu fyrir kveini um einhverja kalla sem þykjast öllu ráða. Með því að kveinka ykkur, játið þið ykkur sigruð. Horfið til himins, berið höfuðið hátt, látið eins og allt sé í allra besta lagi og voilà, kannski er bara allt sem skiptir máli, í allra besta lagi.

Lifið í friði.

10 Responses to “allt er í fína og enginn vill sýna af sér sút eða sorg í kvöld”


 1. 2 parisardaman 26 Sep, 2009 kl. 7:55 f.h.

  Góðan daginn, Lissy, njóttu hans heil!

 2. 3 Lou 26 Sep, 2009 kl. 9:41 f.h.

  Brýni skærin.

 3. 4 ella 26 Sep, 2009 kl. 10:29 f.h.

  Ef mér verður á að væla yfir einhverju þá verður það seint út af einhverjum ráðaköllum heldur eitthvað miklu nærtækara. Nærri mér ráða kallar ósköp litlu.

 4. 5 Sliban 26 Sep, 2009 kl. 10:49 f.h.

  Góða klippingu – og gott kvöld!

 5. 7 Sigurbjörn 26 Sep, 2009 kl. 12:08 e.h.

  Er háreyðingarkremið búið?

 6. 8 parisardaman 26 Sep, 2009 kl. 1:17 e.h.

  Merci, merci. Í sögunni sést að Sæmundur dó 1133, en Sorbonne er stofnaður 1253.
  Háreyðingarkremið fer ekki í hausinn á mér, bara á kanta, leggi, bringu og efrivör. Hausinn fer alltaf í varanlegt og lagningu.

 7. 9 baun 26 Sep, 2009 kl. 4:18 e.h.

  Mér finnst leiðinlegt að konur skuli hættar að túbera á sér hárið, svona heilt yfir.

 8. 10 Svanfríður 27 Sep, 2009 kl. 1:30 f.h.

  Ég elska mína hárgreiðslukonu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: