mánaðarmót

Ég er alveg með það á hreinu hvenær ég er fædd. Ég veit að ég fæddist 4. október 1969. Ég veit að 4. október er nálægt mánaðarmótum. Ég veit að ég er að undirbúa afmælisveislu og ég veit að hún er næstu helgi. Samt varð ég ægilega hissa þegar ég sá að dagskrárblaðið frá Canal+ var í póstkassanum í gær, fannst það voðalega snemma á ferðinni og svo var það eitthvað annað í morgun sem ég man ekki núna sem ég furðaði mig á.
Eru fleiri svona? Ég virðist ekki ná að tengja saman lífsbrotin mín. Ég díla við hvert verkefni algerlega óháð hinum. Ég næ að skila skólaverkefnum á réttum tíma og hef aldrei lent í að gleyma stefnumóti við ferðalanga eða annað slíkt. Ég hlýt því að vera skipulögð á einhvern dularfullan hátt um leið og í höfði mínu ríkir einhvers konar kaos.
Ég veit ekki hvort ég á að hafa áhyggjur af þessu eða hvort þetta er bara hreinlega kostur.

Lifið í friði.

11 Responses to “mánaðarmót”


  1. 1 Lissy 29 Sep, 2009 kl. 12:49 e.h.

    Þetta er bara hreinlega kostur. We all get older and life gets more complicated.

  2. 2 hildigunnur 29 Sep, 2009 kl. 12:57 e.h.

    Kostur, tek undir með Lissy.

  3. 3 Erna 29 Sep, 2009 kl. 2:40 e.h.

    Tíminn getur verið ótrúlega flókinn. Ég hef stundum tvíbókað mig því ég gerði mér ekki grein fyrir að tiltekinn mánaðardagur og t.d. „næsti fimmtudagur“ væri sami dagurinn.

  4. 4 parisardaman 29 Sep, 2009 kl. 4:57 e.h.

    Ég þurfti að breyta síðasta tímanum hjá hárgreiðslukonunni þrisvar. Ég beið í tvo tíma með að hringja í þriðja skiptið, ég skammaðist mín svo. Bókaði alltaf á tímum þar sem ég var lofuð í annað.

  5. 5 baun 29 Sep, 2009 kl. 5:39 e.h.

    Kemur fyrir á bestu bæjum, maður hefur allt of mikið að gera. Hausinn rúmar ekki þetta líf.

  6. 6 Harpa J 29 Sep, 2009 kl. 8:09 e.h.

    Kostur, ekki spurning.

  7. 7 Sigurbjörn 30 Sep, 2009 kl. 10:40 f.h.

    Kústur? Spurning.

    Ég þarf almanak til að muna hvenær ég á að setja í mig linsurnar.

  8. 8 parisardaman 30 Sep, 2009 kl. 11:08 f.h.

    Ég hamast við að skrifa inn á almanak, bæði upp á vegg og í tölvunni. Svo er ég með dagbók líka. Kannski er þetta tveimur of mikið, en ég þarf einhvern veginn að geta minnt mig á hlutina hvar sem ég er. Er svo oft í tölvunni og þá nenni ég ekki endilega eftir handtöskunni sem er hins vegar alltaf með mér í metró og svona (þar hugsa ég oft mjög stíft og vel). Svo er almanakið uppi á vegg svo að maðurinn minn geti líka fylgst með prógramminu. En samt… er ég alltaf í hálfgerðum vandræðum. Og ég er búin að ákveða að trúa því að þetta sé bara kostur. Of stíft fólk og fullkomið er náttúrulega svo hundfokkingleiðinlegt, hehe.

  9. 9 Hlédís 30 Sep, 2009 kl. 12:52 e.h.

    Mig langar líka inn á Eyjar-blogg – en sé ekki hvernig fer að. Vísið mér veginn, kæra fólk !

  10. 10 hildigunnur 7 Okt, 2009 kl. 7:51 f.h.

    Hlédís, Eyjubloggið er ekki opið, það er bara boðið inn á það, því miður.

  11. 11 Balzac 10 Okt, 2009 kl. 1:13 e.h.

    Hvað merkir mánaðarmót?

    Íþróttamót sem stendur í mánuð?

    Ekki veit ég það.

    Hinsvegar veit ég að þegar tveir mánuðir mætast – til dæmis september og október – er talað um mánaðamót.

    Eins og vegamót.

    Ekki vegsmót.


Skildu eftir svar við Erna Hætta við svar




Nýlegar athugasemdir

hildigunnur um Ósýnileiki
showerhead Percolato… um
parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó