pæl

Hvernig var það, var ég ekki komin í rosa flottan brauðbakstursgír og reglulega pizzugerð síðasta vetur? Hvernig er það, eyðir sumarfrí bara sisona út úr vinnsluminninu alls konar góða fídusa?
Er ekki alveg kominn tími á að vera kominn í ljúfa rútínu svona þegar lok október nálgast eins og óð fluga?

Lifið í friði.

8 Responses to “pæl”


 1. 1 Harpa J 21 Okt, 2009 kl. 6:15 e.h.

  Jú – ég er að reyna að komast í braubakstursrútínuna aftur. Hún dettur reglulega upp fyrir en fjölskyldan er alltaf jafn hrifin þegar ég hrekk í gírinn aftur.

 2. 2 Silvio Odssson 21 Okt, 2009 kl. 6:21 e.h.

  „Er ekki alveg kominn tími á að vera kominn í ljúfa rútínu“
  Hvort sýnir þetta að Kristín sé ekki rauðsokka eða að íslenska sé karllægt tungumál.
  Sbr. þegar talið er: Einn, tveir þrír, fjórir (ekki o.s.frv.) og nýju biblíuþýðinguna sem myndi segja eitt tvö þrjú, fjögur að kröfu femínista.

  Á við orðið „kominn“ í stað – komin

 3. 3 Silvio Odssson 21 Okt, 2009 kl. 6:23 e.h.

  „kominn“ í síðara tilvikinu =“ kominn í“

 4. 4 parisardaman 21 Okt, 2009 kl. 6:31 e.h.

  Kristín er rauðsokka, femínisti og mussukelling, en hefur samþykkt karlkyn sem hlutlausa kynið (mér finnst það m.a.s. dálítið femínistalegt, svona þegar ég skrifa það hér). Ég gerði ýmsar tilraunir með þetta um tíma og mér finnst t.d. alveg í lagi að leika sér að því að tala um þau foreldrana og jafnvel þær nemendurnir þegar vitað er að það eru bara kvenkyns nemendur í tímanum. Og ég styð alveg þær konur sem tala um að „kona sé nú ekki viss á þessu“ í stað „maður er nú ekki viss á þessu“ o.s.frv. en mér finnst það eiginlega of tilgerðarlegt til að nota það sjálf. Eins og ég hef áður sagt: Tungumálið er leikfang sem má nota og leika sér með að vild!

 5. 5 Svanfríður 21 Okt, 2009 kl. 7:50 e.h.

  Ég hrekk í bakstursgír á haust-og vetrarmánuðum en fúlsa við slíkum leik á sumrin.Er bara ekki svipað komið hjá þér?

 6. 6 Sigurbjörn 21 Okt, 2009 kl. 8:01 e.h.

  Kona er náttúrlega orðlaus! Norðkonur telja í hvorugkyni, af hverju ættu íslenskar ekki að geta gert það líka?

  Hér er annars súrdeigsbakstur voðalega inn, en mér finnst það svo mussulegt að ég nenni ekki að standa í því.

 7. 7 Erla Hlyns 21 Okt, 2009 kl. 9:16 e.h.

  Frí af öllu tagi eru stórkostlega hættuleg. Þau ber því að forðast eftir bestu getu.

 8. 8 Kristín í París 22 Okt, 2009 kl. 6:28 f.h.

  Svanfríður, ég er einmitt að segja það, af hverju er ég ekki hrokkin í gírinn, ég sem er mussa! Ég held ég verði að vera sammála Erlu, frí eru stórhættuleg.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: