þetta sem er svo erfitt

Ég er eiginlega með samviskubit yfir því að skrifa ekki um flóttamenn sem er farið með eins og hvert annað rusl sem þarf að losa landið við (bæði í Frakklandi og á Íslandi) eða viðbjóðslegar pyntingar á konum sem mótmæla í Gíneu, nú eða annað sem rífur hjarta manns í tvennt eins og áætlanir um að virkja hálft landið og byggja fleiri álver…
Ég ætti, eða mér finnst að ég ætti, að skrifa um svona hluti sem ég óa og æja yfir innan í mér.
En ég get það ekki.
Ég get bara skrifað um skólann og krakkana, þvottavélar og hvunndaginn.
Ég veit ekki af hverju.
Var ég ekki einu sinni alltaf að skrifa um eitthvað svona sem ég varð rosalega æst yfir? Eitthvað rámar mig í það. Ég vona að þetta þýði ekki að ég sé að gefast upp. Ég veit að margir eru þreyttir á vælandi bloggurum sem láta vælið á lyklaborðinu duga og gera svo aldrei neitt. Kannski er það það?
Mér finnst ég ekki geta gert neitt mikið, en ég geri það litla sem ég get, á minn hátt. Og hér með ætla ég að koma bankareikningsnúmeri á framfæri, ef einhverjir eiga þúsundkall eða svo aflögu til að hjálpa fólki að hjálpa fólkinu sem var sent í burtu (og vonandi koma í veg fyrir fleiri svona óhæfuverk), er hafin söfnun: 1175-26-011237 / Kennitala 650183-1269.

Lifið í friði.

9 Responses to “þetta sem er svo erfitt”


 1. 1 Skítlegt eðli 22 Okt, 2009 kl. 9:09 e.h.

  Þeir sem búa á Íslandi þurfa að nota auðlindir landsins.
  Ekki síst fyrst þær eru mengunarsparandi og umhverfisvænar.
  Allt of mikið af umhverfisfasistum.
  Spyrjið Grænlendinga.

 2. 2 Lissy 22 Okt, 2009 kl. 9:30 e.h.

  There are so many things to protest, the more people know the more they find to protest about. Really you can only make a difference in a couple of issues you care very deeply about.

 3. 3 Elísabet 22 Okt, 2009 kl. 10:24 e.h.

  Tek heilshugar undir með Parísardömunni. Hins vegar held ég að stöðugt samviskubit sé vond pest.

 4. 4 parisardaman 22 Okt, 2009 kl. 11:12 e.h.

  Nennir ekki einhver meiri fasisti en ég að svara vini mínum skítlega? Ég bara nenni því ekki sjálf.
  Og já, ég veit bæði að ekki er hægt að laga allt og að lausnin felst ALLS EKKI í samviskubiti.

 5. 5 Sigurbjörn 23 Okt, 2009 kl. 5:40 f.h.

  Kvenfólk á einstaklega auðvelt með að fá samviskubit.

 6. 6 Eyja 23 Okt, 2009 kl. 9:58 f.h.

  …eða eiga karlar kannski einstaklega auðvelt með að bægja samviskubitinu frá sér?

  En sko Kristín, ég held að það þurfi allir að eiga sín tímabil þar sem þeir skrifa um þvottinn sinn (og þú skrifar skemmtilega um allt, líka um þvott) bara til að halda sönsum. Það er af svo mörgu að taka sem við getum fundið fyrir áhyggjum, reiði og samviskubiti yfir. Stundum finnst mér nauðsynlegt að búa mér til vegg gagnvart því, svona þegar hinn kosturinn er að leggjast í rúmið, breiða sængina upp fyrir haus og gráta allan daginn. Það þarf bara að gæta þess að veggurinn sé ekki of þykkur og það er nauðsynlegt að hafa á honum dyr og glugga hér og þar.

 7. 7 Harpa J 23 Okt, 2009 kl. 10:18 f.h.

  Eyja sagði það sem ég ætlaði að segja – bara betur.

 8. 8 parisardaman 23 Okt, 2009 kl. 1:26 e.h.

  Sigurbjörn er náttúrulega mjög kaldrifjaður karl og hugsar meira um plokkun og sokkabuxur en eitthvað húmbúkk eins og fátæklinga og mengun.
  Eyja, þetta er mjög falleg líking, veggur með gluggum og dyrum hér og þar.
  Mikið er nú næs að vera laus við þá sem vaða hér uppi með athugasemdir á öðrum stöðum á Eyjunni. Mér líður næstum alveg eins og heima hjá mér á wordpressunni, fer bráðum að hætta að vera á nálum gagnvart þessu!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: