móðgun

Ef ég væri þeir, væri ég akkúrat núna alveg viðbjóðslega móðguð yfir bakkaklóri fréttastjóra visir.is sem reyndi að sannfæra áhorfendur Kastljóss um að þessar fyrirlitlegu „fréttir“ um útlit kvenna (og örfárra karla) séu í anda þess sem birtist á Baggalúti. Ég mæli algerlega með viðtalinu í Kastljósi, alveg í byrjun þáttarins í kvöld.

Lifið í friði.

10 Responses to “móðgun”


 1. 1 Lissy 26 Okt, 2009 kl. 9:49 e.h.

  Wow, I missed it! But I can’t imagine anyone being silly enough not to understand just how unique Baggalutur is.

 2. 2 Grágarpur 26 Okt, 2009 kl. 11:35 e.h.

  Ég held að það sé nú bara allt í lagi að niðurlægja konur og menn af og til.

  Við erum nú ekki algjörlega heilög dýrategund að það megi bara ekkert anda á okkur.

  Gerðu það fyrir mig ekki fara að leggja þitt lóð á vogarskálarnar fyrir nýju samfélagi sem byggir á kærum einstaklinganna á hvorn annan út og suður.

  Þá endum við eins og steingeldingarnir í New York. Algjörlega steingelt samfélag. Allri á götum úti lafandi hræddir við stefnur frá náunganum á götunni. Einsleitir eins og hægt er að vera.

  Hefurðu séð rónana í New York? Sitja bara stilltir og þora ekki að yrða á fólk. Búið að eyðileggja Harlem. Menninguna og tónlistina sem þar fæddist. Maður má ekki vera villingur. Þú mátt ekki vera listavillingur.

  Í New York átt þú að vera stilltur og prúður listamaður. Þar má ekki vera ótaminn. Ekki gott mál.

  Ef við Íslendingar viljum vera öðruvísi þá skulum við ekki feta NY og ESB veginn. Annars munum við bara sjá lögregluþjóna og auglýsingaskilti á göngutúrum okkar um miðborgina þegar árin sækja fram.

 3. 3 Hulda 27 Okt, 2009 kl. 12:39 f.h.

  Ég gat bara alls ekki einbeitt mér að þessu viðtali. Hvað hefur komið fyrir upphandleggsvöðvana á Óskari Þorvaldssyni???

 4. 4 parisardaman 27 Okt, 2009 kl. 6:42 f.h.

  Lissý, þetta er á netinu, alveg þess virði að horfa.
  Kæri Grágarpur, það er stórmunur á hortugu gríni og óþekkt eins og t.d. Baggalútur setur það fram og svo þessari skipulegu niðurlægingu og útlitskúgun á konum sem þessar „fréttir“ á visir.is bera á borð fyrir þjóðina allan daginn, alla daga. Fyrir utan það er bara ekki neitt í lagi að niðurlægja nokkurn mann nokkurn tímann. Farðu ekki að snúa þessu upp á steingeldingu og réttrúnað, alltaf voðalega auðvelt að beita því fyrir sig til að afsaka það að vera fokking dóni!
  Hulda, ég bara missti alveg af upphandleggjunum, horfði á flóttalegt augnaráðið allan tímann, fannst eins og bíll biði eftir honum í gangi og hann langaði mest að hlaupa undan myndavélinni og stökkva upp í bílinn.

 5. 5 hildigunnur 27 Okt, 2009 kl. 5:37 e.h.

  Verð að viðurkenna að ég skil þessa athugasemd Grágarps engan veginn í samhenginu. Það er enginn að kæra Vísi, bara verið að benda á hvað þetta er fáránleg fréttamennska.

  Ég á tvær unglingsstelpur og einn lítinn strák og mér er bara alls ekki sama um að þau fái svona sick útlitsfixeringu. Reyndar búin að útiloka Fólkið á visir.is af Firefox hér heima 😉

 6. 6 Ibba Sig. 27 Okt, 2009 kl. 5:57 e.h.

  Grágarpur, það deyr hellingur af fólki, meirihlutinn ungar konur, úr sjúkdómi sem á rætur sínar að rekja til svona útlitsfasisma eins og birtist á vísir.is.

  En það er kannski allt í lagi?

 7. 7 Grágarpur 28 Okt, 2009 kl. 9:29 e.h.

  Talandi um að deyja. Það deyja milljónir manna um allan heim vegna aukakílóavandans.

  Fituvandinn er það mikið vandamál að hann er sökudólgur flest allra skæðustu sjúkdóma sem herja á vesturlönd.

  Fituvandinn er það skæður að hann drepur mun fleiri heldur en hungursneyð í Afríku gerir.

  Allt þetta er hægt að fá staðfest hjá ráðuneytum heilbrigðismála um allan heim.

  Hvað varðar Hildigunnur kl.17:37
  Þú felur ekki heiminn fyrir börnum. Hvorki í raunveruleikanum né á netinu.

 8. 8 GOGG 29 Okt, 2009 kl. 5:30 f.h.

  Grágarpur er kannski kominn með Mengellukomplex. Hann ætti alla vega að telja upp á tíu áður en hann lætur útfrymið flæða næst.

 9. 9 parisardaman 29 Okt, 2009 kl. 9:37 f.h.

  Mig langar heldur að saga af mér fótinn en að reyna að ræða þetta eitthvað frekar. Mín börn verða alin upp við það að það er ljótt að niðurlægja fólk og að það er sérstaklega ljótt að gera grín að vaxtarlagi annarra.

 10. 10 Barton 29 Okt, 2009 kl. 8:24 e.h.

  Grágarpur=Tröll


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: