einir fara og aðrir koma í stað

Ég heimsótti ný húsakynni íslenska sendiráðsins í París í gær og kvaddi um leið endanlega sendiherrahjónin. Rifjaði það upp með sjálfri mér á leiðinni heim að ég hef þekkt þó nokkra sendiherra, en aldrei verið í jafnmiklu sambandi við þá og ég hef verið í við þau Tómas og Nínu. Það var dálítið undarlegt að kveðja þau í gær. Við erum ósammála í pólitík og ég hélt þrumandi reiðilestur yfir Tómasi 1. desember síðastliðin, það hefur enginn sendiherra þurft að þola frá mér áður, en það hefur samt alltaf verið hlýtt á milli okkar.

Sendiherrar eru misminnisstæðir, Albert Guðmundsson stendur upp úr hjá mér. Hann var hérna fyrstu árin mín, þá bjó ég í næstu götu við sendiráðið og var í stjórn Íslendingafélagsins og kom því ansi oft við. Í hvert skipti tók hann mér fagnandi og spurði mig spjörunum úr um mína hagi og námið og sagði svo, áður en hann lét sig hverfa aftur inn á skrifstofuna sína, að alltaf væri nú gaman að kynnast nýjum Íslendingum og óskaði mér alls hins besta. Albert var alltaf á sokkaleistunum og ekki man ég eftir honum öðruvísi en tottandi vindil.

Nýju skrifstofurnar eru mun fallegri og hentugri en þær sem fyrir voru. Þetta er dæmigerð Haussmann-íbúð, hátt til lofts og vítt til veggja, gamalt brakandi parket á gólfum og rósettur í loftum. Flutningurinn var sparnaðaraðgerð og þó að hundrað fermetrar hafi víst tapast, fer mun betur um starfsfólkið þarna, ég er ekki frá því að gamli staðurinn hafi slegið öll met í mislukkuðum innanhússarkítektúr. Sendiherrann sem tekur við af Tómasi, Þórir Ibsen, er í yngri kantinum, hefur áhuga á umhverfismálum og er giftur franskri listakonu. Hljómar allt saman mjög vel.

Lifið í friði.

11 Responses to “einir fara og aðrir koma í stað”


 1. 1 GlG 29 Okt, 2009 kl. 12:40 e.h.

  Albert spurði spjörum úr
  og spúði reyk.
  Einatt söng í öðrum dúr
  en íhaldssveit

 2. 2 Svanfríður 29 Okt, 2009 kl. 1:22 e.h.

  Hvað ég vildi að ég ætti svona sögur í farteskinu eins og þú um Albert.Ég á nokkrar góðar um samferðarfólk mitt en þá þekkir enginn annar en ég.

 3. 3 Sigurbjörn 29 Okt, 2009 kl. 3:31 e.h.

  Móðir mín fettir fingur út í fyrirsögnina. Henni þykir furðulegt að „einir“ fari.

 4. 4 parisardaman 29 Okt, 2009 kl. 4:09 e.h.

  Mér finnst það alveg í stakasta lagi. Enda er það svoleiðis í laginu.
  Svanfríður, ef vel er sagt frá, skiptir það engu máli hvort manneskjan er þekkt eða ekki.

 5. 5 Sigurbjörn 29 Okt, 2009 kl. 4:11 e.h.

  Já, ég sagði henni líka að þetta væri ekkert athugavert. Hún er af gamla skólanum.

 6. 6 Sigurbjörn 29 Okt, 2009 kl. 4:15 e.h.

  útfrymið er óstöðvandi núna … það flæðir og flæðir og ég ætti kannski að telja upp að tíu áður en ég læt það flæða meira …. „þetta væri ekkert athugavert“ … ef það sé sól er mamma alltaf hlupin út í hurð …

 7. 7 parisardaman 29 Okt, 2009 kl. 10:54 e.h.

  sagði henni að væri, er það ekki líka bara í stakasta lagi? minntu mömmu á sólkremið…

 8. 8 Sol 29 Okt, 2009 kl. 10:59 e.h.

  et oui…. hehe…
  moi aussi…
  les nouveaux locaux de l’ambassade sont les seuls que je n’aurai pas connus…
  Boulevard Haussmann, j’ai beaucoup de bons souvenirs… je me souviens aussi de certains Noël avenue Foch… demande à Kata… Il y avait un long long long couloir immense dans lequel nous courrions, et un sapin magnifique…
  et puis Albert, qui m’avait emmené dans les bureaux du Maire de Paris…
  Nostalgie quand tu nous tiens…
  je t’embrasse fort et te lis souvent avec plaisir!

 9. 9 parisardaman 30 Okt, 2009 kl. 7:16 f.h.

  Já, Sol, ég man líka eftir einu jólaballi á Foch, það var sko eins og í draumaheimi.

 10. 10 Addý 4 Nóv, 2009 kl. 5:35 e.h.

  Jeddúdamía, alveg fóru þessir flutningar sendiráðsins framhjá mér!
  En það flutti þó að minnsta kosti ekki mjög langt …

 11. 11 parisardaman 4 Nóv, 2009 kl. 8:08 e.h.

  Já, það er af sem áður var, þegar þú réðir þarna ríkjum og hefðir sko stjórnað flutningunum af myndugleika.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: