vork-pytturinn

Í gær datt ég niður í svona líka deppu. Ég hef verið svo ligeglad í allan vetur þrátt fyrir að ég hafi ekki komist inn í rútínuna og sé með allt á hælunum. Einhvern veginn alltaf náð því að vera samt kát.
Í gær helltist svo yfir mig vanmáttartilfinningin og ég sat og barmaði mér í hljóði yfir því að ég gekk galtóm út úr Merkingarfræðitímanum í gær, ég fæ ekki svör við tölvupóstum sem ég sendi til Háskólans út af skráningarmálum, ég næ ekki að lesa helminginn af því sem ég þyrfti að klára, ég hef ekki sett í þvottavél í 5 daga… bleh, hvað maður getur stundum orðið ómögulegur.
Svo las ég kafla í Fíusól fyrir börnin mín, þar sendir hún sjálfri sér bréf og lofar að vera alltaf góð við sig. Ég útskýrði vitanlega fyrir þeim að það væri ekkert alltaf augljóst, í raun væru margir mjög vondir við sig, dragandi úr sér máttinn með því að finnast þeir of feitir, ljótir, latir og leiðinlegir. Og vissi um leið að þetta var ég. En samt næ ég ekki að laga þetta. Kannski ég ætti að prófa að skrifa mér ástar- og upphafningarbréf eins og Fíasól?
Sjálfsvorkunn er versta tilfinningin. Ég er ekki frá því að hún sé verri en öfundin, sem ég hélt að væri verst. Ég reyni að vinna mig út úr þessum skít í dag, með því að vera ógeðslega dugleg á bókasafninu. Og fæ mér kannski sænska eplaköku með rjóma, eða hvítvínsglas í dagslok eða eitthvað. Það er oftast nóg fyrir mig til að lyfta mér aftur upp. Djöfuls sjálfsvorkunn, þoli ekki fólk sem liggur í henni og vil ekki vera þannig sjálf.

Og í dag verð ég áfram í kjól, röndóttum sokkabuxum, með gloss á vörum. Það hjálpar kannski líka. Fake it, till you make it. Þannig er líf meistaranemakellingar.

Lifið í friði.

18 Responses to “vork-pytturinn”


 1. 1 ella 17 Nóv, 2009 kl. 8:44 f.h.

  Veit nákvæmlega hvað þú meinar.
  Viss um að röndóttu sokkabuxurnar gera útslagið. Veit samt ekki hvort slíkt myndi duga mér þó ég ætti slíkar, hér væri eiginlega nauðsynlegt að vera í þykkum buxum utanyfir.

 2. 2 parisardaman 17 Nóv, 2009 kl. 8:50 f.h.

  Hér er reyndar grenjandi rigning, en ég held að hitastigið eigi að vera 15 stig í dag. Röndóttu sokkabuxurnar undir rauðu fínu regnkápunni minni er því alveg nóg.

 3. 3 Líba 17 Nóv, 2009 kl. 9:51 f.h.

  Upp með röndóttu sokkana/sokkabuxurnar!

 4. 4 bb 17 Nóv, 2009 kl. 10:11 f.h.

  Þú ert góð kona, Kristín. Og dugleg. Já og skemmtileg. Líka klár. Svaka sæt. Töffari.
  Glosskoss.

 5. 5 Toyota san 17 Nóv, 2009 kl. 10:26 f.h.

  Mikið er ég sammála þessu hjá þér, ég held að sjálfsvorkunin sé sammannlegt (djöfullegt) fyrirbæri sem allir hljóta að lenda í, miklu verri en öfundin…. og – upp með röndóttu sokkabuxurnar og feik it til jú meik it….hér á fróni er maður bara í föðurlandinu utanyfir og rauðu regnkápunni er skipt út fyrir rauða ullarkápu.
  kv. meistaranemaskvísa í rauðri kápu

 6. 6 Lissy 17 Nóv, 2009 kl. 10:39 f.h.

  It is funny how things like not having laundry done affect a person, a sign that things are not quite where we want them to be. I hope your day got better.

 7. 7 Linda Björk Jóhannsdóttir 17 Nóv, 2009 kl. 10:46 f.h.

  Kristín mín, það er gott að detta í sjálfsvorkunn einstaka sinnum. Því eftir á kann maður að meta það hvað maður hefur það gott vanalega.

 8. 8 Eyja 17 Nóv, 2009 kl. 11:02 f.h.

  a) Tökum upp dauðarefsingu fyrir þá sem svara ekki tölvupósti. Eða í það minnsta vist í gapastokki á Austurvelli.
  b) Þvottamálin, úff. Ég er sífellt með allt niðrum mig í þeim efnum.
  c) Sjálfsgagnrýnin, já. Mikið kannast ég við þetta, fæ af og til svona köst þar sem mér finnst ég hljóta að vera mesti lúser í heimi. En svona þegar ég hugsa um það þá er fólk sem alltaf virðist vera með allt sitt á hreinu kannski ekkert mjög öfundsvert, það verður svo fjári óvinsælt.
  d) Húrra fyrir röndóttum sokkabuxum og eplakökum.

 9. 9 Syngibjörg 17 Nóv, 2009 kl. 11:41 f.h.

  Ó mæ ó mæ……. er líka í svona kasti…. ætli karlmenn fái líka svona????

 10. 10 baun 17 Nóv, 2009 kl. 2:22 e.h.

  Iss piss. Þvottur pottur. Merking perking. Fræði smæði. Vorkunn sporkunn.

  (þetta er ný aðferð við að vinna á ýmsu böli, þ.e. maður rímar eins og enginn væri morgundagurinn)

 11. 11 ella 17 Nóv, 2009 kl. 2:25 e.h.

  Sérlega gott ráð gegn issi

 12. 12 Svanfríður 17 Nóv, 2009 kl. 9:48 e.h.

  Hello Dolly;)Upp með sokkana,útaf með dómarann,útaf með dómarANN! Ég brosi til þín á kantinum og sendi þér upphafningastrauma.Verið þér sælar.

 13. 13 Sigurbjörn 17 Nóv, 2009 kl. 10:19 e.h.

  Þetta er tunglstaðan. Nýtt tungl í gær. Ég er búinn að vera gjörsamlega miður mín í allan dag. Með andarteppu og alles.

 14. 14 parisardaman 18 Nóv, 2009 kl. 8:10 f.h.

  Ég kann ekkert smá vel við það hvernig hægt er að fá alls konar ráð og pepp á blogginu. Það er kúl. Takk takk.
  Var þetta í alvöru tunglstaða? Hitti nefnilega fleiri í sömu sporum og ég, en nú er allt í þessu fínasta.

 15. 15 Harpa J 18 Nóv, 2009 kl. 9:26 f.h.

  Ég þoli ekki þegar fólk svarar ekki tólvupósti.
  En gott að þú ert orðin hress og kát aftur!

 16. 16 parisardaman 18 Nóv, 2009 kl. 9:34 f.h.

  Ég veit ekkert hvað ég á að gera varðandi þetta t-póstmál. Langar mest bara að sleppa þessu, en prenta út mínar póstsendingar og ef það verður eitthvað vandamál við skráningu og námsmat að fara þá í hart með þær útprentanir að vopni. Djöfuls dónaskapur að svara ekki.

 17. 17 Svanfríður 18 Nóv, 2009 kl. 2:14 e.h.

  Já ég er sammála með að svara ekki tölvupóstum.ALger dónaskapur.

 18. 18 Árný 18 Nóv, 2009 kl. 6:10 e.h.

  kíli á röndóttar sokkabuxur og kjól á morgun, hlýtur að virka líka hérna megin landamærana 🙂

  Kv. meistaranemakelling sem fer í röndóttar sokkabuxur á morgun 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: